Flugeldasýningin í myndum

Flugeldasýning á Menningarnætur.
Flugeldasýning á Menningarnætur. mbl.is/Árni Sæberg

Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gærkvöldi. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Hvítur foss ljósa blasti við að baki tónlistarhússins Hörpu og fjólublá, rauð, græn og blá ský ljósa birtust björt á himni.

Eftir að síðustu rakettunni var skotið upp datt allt í dúnalögn og flestir fóru að tygja sig heim úr bænum.

Hér að neðan fylgja myndir af þessari stórkostlegu flugeldasýningu sem ljósmyndari mbl.is, Árni Sæberg, tók.

Flugeldasýning Menningarnætur við Hörpu.
Flugeldasýning Menningarnætur við Hörpu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert