Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gærkvöldi. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Hvítur foss ljósa blasti við að baki tónlistarhússins Hörpu og fjólublá, rauð, græn og blá ský ljósa birtust björt á himni.
Eftir að síðustu rakettunni var skotið upp datt allt í dúnalögn og flestir fóru að tygja sig heim úr bænum.
Hér að neðan fylgja myndir af þessari stórkostlegu flugeldasýningu sem ljósmyndari mbl.is, Árni Sæberg, tók.