Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Áform eru um að stöðva starfsemi United Silicon 10. september …
Áform eru um að stöðva starfsemi United Silicon 10. september næstkomandi, til að vinna við úrbætur.

Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV, sem segir einnig vera uppi áform um að stöðva starfsemina 10. september næstkomandi, til að vinna við úrbætur.

Umhverfisstofnun er sögð hafa sent United Silcon bréf þessa efnis í dag og er fyrirtækinu þar gefin frestur til 30. ágúst til að bregðast við efni bréfsins.

Yfir 400 ábend­ing­ar um meinta lykt­ar­meng­un frá kís­il­veri United Silicon í Helgu­vík hafa borist Um­hverf­is­stofn­un í ág­úst. Um tug­ur ábend­inga barst í dag en í gær voru þær marg­falt fleiri eða 69.

Slökkt var á ofni verk­smiðjunn­ar á miðviku­dag í síðustu viku vegna þess að skaut í hon­um, sem notað er við fram­leiðslu kís­il­málms, seig. Upp­keyrsla ofns­ins hófst að nýju í gær­kvöldi og tek­ur að minnsta kosti 1-3 sól­ar­hringa. Á meðan á henni stend­ur er hætta á lykt­ar­meng­un að sögn Krist­leifs Andrés­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins. 

Eignarhlutur Arion færður niður

Þá hefur greindi Arion banki frá því í dag að hann hafi fært niður 16,3% eign­ar­hlut sinn í United Sil­icon að fullu í bókum sín­um.

Í árshlutareikningi bankans kemur þá fram að hann sé auk þess með átta millj­arða króna útistand­andi við félag­ið, þar með talið lánslof­orð og ábyrgð­ir. Nið­ur­færslu­þörf á þeim lánum sé hins vegar enn óljós og sé háð fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert