Um 60% þeirra sem tekið hafa þátt í könnun fréttavefjarins skagafrettir.is vilja láta rífa stromp Sementsverkmiðju ríkisins á Akranesi.
Greint var frá því í fyrra að Sementsverksmiðjan hefði lokið hlutverki sínu og hin miklu mannvirki þeirra, alls um 140 þúsund rúmmetrar sem reist voru á árunum 1956-58, verði rifin á næstu misserum.
Rúmlega 1.600 manns hafa tekið þátt í könnun, sem enn er í gangi, og eins og staðan er nú þá eru um 60% á þeirri skoðun að strompurinn eigi að fara.