Þarf samvinnu milli kerfa

Rætt var um nám á aðgreiningar á málþingi í dag.
Rætt var um nám á aðgreiningar á málþingi í dag. mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Fyrst og fremst þarf að nást sam­eig­in­leg­ur skiln­ing­ur á hug­tak­inu mennt­un án aðgrein­ing­ar bæði hjá kenn­ur­um og stjórn­völd­um svo unnt sé að halda áfram að bæta stefn­una, mennt­un án aðgrein­ing­ar, á öll­um stig­um skóla­kerf­is­ins á Íslandi. Þetta kom fram á málþing­inu mennt­un fyr­ir alla á Íslandi, málþing um mennt­un án aðgrein­ing­ar og fram­kvæmd stefn­unn­ar, sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti stóð fyr­ir í dag.

Til­efni málþings­ins er viðamik­il út­tekt Evr­ópumiðstöðvar um mennt­un án aðgrein­ing­ar á leik-, grunn-, og fram­halds­skóla­stigi á Íslandi og var kynnt í byrj­un mars fyrr á þessu ári. Í þeirri út­tekt kom meðal ann­ars fram að mennta­kerfið á Íslandi er vel fjár­magnað miðað við önn­ur lönd í Evr­ópu. Hins veg­ar þarf að end­ur­hugsa hvernig því er varið og láta það styðja bet­ur við stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar. Hér á landi er hlut­fall þeirra nem­enda hærra sem eru með sérþarf­ir og grein­ing­ar eða um 16% þegar meðaltal í öðrum lönd­um Evr­ópu er um 4%. 

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra og Óttar Proppé heilbrigðisráðherra …
Kristján Þór Júlí­us­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og Óttar Proppé heil­brigðisráðherra lengst til hægri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kristján Þór Júlí­us­son, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sagði mik­il­vægt að halda umræðunni um mennta­stefn­una skóla án aðgrein­ing­ar lif­andi sér­stak­lega í ljósi þess­ar­ar út­tekt­ar en niður­stöður henn­ar fela í sér tæki­færi til að gera mun bet­ur. Hann benti einnig á að þessi mennta­stefna hefði verið við lýði und­an­farið en hefði jafn­framt verið tals­vert gagn­rýnd. 

Í út­tekt­inni eru lagðar fram fjöl­marg­ar til­lög­ur til úr­bóta og ekki unnt að ýta þeim öll­um úr vör öll­um á sama tíma. Hins veg­ar eru fyrstu til­lög­urn­ar tíma­sett­ar til árs­ins 2019.

„Það er mik­il­vægt að málþingið skili gagn­leg­um efnivið,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kenn­ara­sam­band Íslands, og ít­rekaði að sam­bandið mundi sjá til þess að afrakst­ur vinnu málþings­ins myndi skila sér í enn betra starf inn­an skól­ans.  

Þórður var einn af þeim full­trú­um sem töluðu á málþing­inu sem skrifuðu und­ir sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu um eft­ir­fylgni út­tekt­ar Evr­ópumiðstöðvar­inn­ar í mars síðastliðinn.  

Heil­brigðis- og mennta­kerfi dýr­mætt 

„Heil­brigðis- og mennta­kerfi er eitt af því dýr­mæt­asta sem við eig­um,” sagði Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra og ít­rekaði að mennt­un ætti að vera fyr­ir alla og flest­ir væru sam­mála um að mennt­un án aðgrein­ing­ar ætti að vera í for­grunni. „Við vilj­um tryggja lág­marksþjón­ustu við hæfi hvers og eins. Það á að vera sjálfsagt mál að hjálpa öll­um börn­um til þroska og mennt­un­ar,“ sagði Ótt­arr. Fljót­lega bætti hann við að slag­orðið: „Ekk­ert um okk­ur án okk­ar” hafi nýst hon­um vel og hann hefði það að leiðarljósi í sínu starfi. „Það er mik­il­vægt að þessi umræða verði í nánu sam­starfi við þessa ein­stak­linga sem þurfa á þess­ari þjón­ustu að halda.“

Ótt­arr sagði jafn­framt að verk­efn­in væru mörg sem þyrfti að bæta eins og t.d. að efla stuðning við börn með lang­vinna sjúk­dóma eins og til dæm­is gigt en slík­ur stuðning­ur fæl­ist ekki endi­lega í sér­kennslu held­ur væri hægt að styðja þau með öðrum hætti. Mik­il­vægt væri til dæm­is að veita vel menntuðum kenn­ur­um aðstoð og stuðning. Til þess að svo megi verða verður allt kerfið að vinna sam­an.

„Við get­um gert bet­ur í að efla og bæta sam­starfið milli kerfa. Við þurf­um að sam­hæfa þjón­ust­una,“ sagði Ótt­arr.

Hall­dór Hall­dórs­son, formaður stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, tók í sama streng og Ótt­arr og sagði mörg verk­efni sem krefjast sam­starfs milli rík­is og sveit­ar­fé­laga hafa fallið á grá svæði. Það hefði orðið á þeim rúm­um tveim­ur ára­tug­um sem liðnir væru frá því að sveit­ar­fé­lög­in tóku yfir rekst­ur skól­anna.

Hann benti einnig á að fram að þessu hefðu kenn­ar­ar sjálf­ir ekki mikið viljað ræða skóla án aðgrein­ing­ar. Hann spurði jafn­framt hvort raun­veru­lega væri þörf á öll­um grein­ing­un­um sem ís­lensk skóla­börn hafa og vísaði til þess að 16% nem­enda væru með grein­ing­ar sem væri vel yfir meðaltali annarra landa inn­an Evr­ópu.  

„Fram­halds­skól­ar þurfa meiri bjarg­ir“

Olga Lísa Garðars­dótt­ir, formaður Skóla­meist­ara­fé­lags Íslands, talaði um að í ís­lensku skóla­kerfi væri öll flóra nem­enda og mik­il­vægt að mæta sér­hverj­um ein­stak­lini á þeim stað sem hann er. Marg­ir þeirra væru að fást við ólík og krefj­andi verk­efni í líf­inu sjálfu sem hefði áhrif á and­lega líðan. „Þörf fyr­ir sál­fræðinga í fram­halds­skól­um hef­ur auk­ist. Fram­halds­skól­ar þurfa meiri bjarg­ir,“ sagði Olga Lísa.

Hún benti einnig á að mik­il þörf væri á starfsþróun allra kenn­ara á öll­um skóla­stig­um til að mæta þess­um ólíku þörf­um nem­enda sem ým­ist eru með annað móður­mál en ís­lensku, eiga við kynátt­un­ar­vanda eða glíma við and­leg veik­indi svo dæmi séu tek­in.

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þor­steinn Víg­lunds­son fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Það er fátt mik­il­væg­ara en hvernig við tryggj­um fólki jöfn tæki­færi. Þess vegna skipt­ir það miklu máli að við náum með sem best­um hætti að tryggja nám án aðgrein­ing­ar,“ sagði Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­ráðherra. Hann benti einnig á að kerfið sem þjón­ust­ar nem­end­ur væri of sein­legt sér­stak­lega með til­liti til að greina og greiða úr hvaða þjón­ustu þeir þyrftu. Þetta þyrfti að bæta, að sögn Þor­steins. 

Nægt fjár­magn en þarf að for­gangsraða

„Það er mik­il­vægt að halda áfram með skóla­starfið og þróa það,“ sagði doktor Am­anda Watkins, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Evr­ópumiðstöðvar um mennt­un án aðgrein­ing­ar í fyr­ir­lestri sín­um sem nefn­ist Gæðamennt­un án aðgrein­ing­ar. Hún er ein af nokkr­um sér­fræðing­um sem unnu að út­tekt­inni. Hún lagði fyrst og fremst áherslu á þau tæki­færi sem fel­ast í út­tekt­inni og Íslend­ing­ar geta nýtt sér til að gera skóla­kerfið enn betra. 

Hún sagði að í grunn­inn væri ís­lenskt mennta­kerfi mjög sterkt og stæði vörð um rétt­indi nem­enda. Skóla­nám­skrá­in bygg­ist á sex grunnþátt­um mennt­un­ar og miðaði ekki ein­göngu að til­tek­inni færni á ákveðnum sviðum. Sá sveigj­an­leiki sem er í ís­lensku skóla­kerfi er styrk­leiki, að mati Watkins. 

Mennta­kerfið á Íslandi er vel fjár­magnað miðað við önn­ur lönd í Evr­ópu, sagði Watkins. „Hins veg­ar þarf að end­ur­hugsa hvernig því er varið og láta það styðja bet­ur við stefnu um mennt­un án aðgrein­ing­ar,“ seg­ir Watkins. Þetta kom einnig fram í spjalli henn­ar við mbl.is í mars þegar niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar voru kynnt­ar. 

Það sem grein­ir Ísland einnig frá öðrum lönd­um er hátt hlut­fall nem­enda sem eru með sérþarf­ir og grein­ing­ar eða 16%. Meiri­hluti þeirra er dreng­ir. Hún seg­ir þetta um­hugs­un­ar­nefni sem við sem þjóð ætt­um að rýna í og velta fyr­ir okk­ur hvað veld­ur. 

Bekkurinn var þéttsetinn í salnum Skriðu í Stakkahlíð þar sem …
Bekk­ur­inn var þétt­set­inn í saln­um Skriðu í Stakka­hlíð þar sem málþingið fór fram. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka