Dýrasta bílastæði í heimi?

00:00
00:00

„Þessi upp­hæð fyr­ir bíla­stæði í 15 mín­útna stoppi er allt of há. Ég myndi segja að þetta væri eitt dýr­asta bíla­stæði heims,“ seg­ir Eng­lend­ing­ur­inn Katie, sem er á ferðalagi um Ísland með fjöl­skyldu sína, um gjaldið sem tekið er af gest­um á bíla­stæðinu við Selja­lands­foss þar sem kost­ar 700 kr. að leggja bíl óháð því hversu lengi fólk dvel­ur þar eða hvort það nýt­ir sér sal­ern­isaðstöðuna á svæðinu.

Upp­hæðin fer reynd­ar fyr­ir brjóstið á flest­um þeim ferðamönn­um sem mbl.is tók þar tali fyrr í vik­unni. Ein­hverj­um finnst sjálfsagt að það sé gjald­frjálst að leggja við foss­inn á meðan aðrir telja að 250-400 krón­ur væri eðli­legt gjald. 

Ísólf­ur Gylfi Pálma­son, sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra, seg­ir að gjaldið hafi verið miðað út frá því sem tekið er við Þing­velli þar sem 500 krón­ur kost­ar að leggja en 200 krón­ur eru tekn­ar fyr­ir af­not af sal­ern­isaðstöðunni. Upp­hæðin var ákveðin í sam­ráði við land­eig­end­ur á svæðinu og ekki hef­ur komið til tals að end­ur­skoða hana að sögn Ísólfs Gylfa.

Fjallað hef­ur verið um að bíl­ar leggi mikið á veg­in­um fyr­ir ofan bíla­stæðið sem var það sem Katie frá Englandi gerði. Henn­ar skýr­ing var að það hafi verið til að kom­ast hjá gjald­inu en þó er ljóst að mun fleiri bíl­ar eru á svæðinu en bíla­stæðið tek­ur og því byrja marg­ir að leggja á veg­in­um fyr­ir ofan þar sem oft verður þröngt á þingi.

mbl.is kannaði aðstæður við Selja­lands­foss í Rjóma­blíðu fyrr í vik­unni sem má sjá í mynd­skeiðinu að ofan.

Lög­regl­an var á svæðinu og beindi þeim til­mæl­um til fólks að ekki væri heilmilt að leggja við veg­inn enda sé þar heil óbrot­in lína í veg­kant­in­um. Að sögn lög­reglu­manna hafa ein­staka óhöpp orðið vegna ástands­ins sem þarna mynd­ast en í öll­um til­fell­um minni hátt­ar nún­ing­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert