„Skemmtið ykkur vel og kaupiði sem mest“

Verslun sænska tískurisans H&M opnaði með pompi og prakt í Smáralind í dag. Plötusnúður þeytti skífunum á meðan fjöldi fólks beið átekta eftir að komast inn í verslunina sem loks er komin til landsins. Starfsfólk verslunarinnar tók nokkur dansspor fyrir framan verslunina rétt áður en opnaði, venju samkvæmt, en alls standa 87 starfsmenn vaktina í dag.

Þá afhendu yfirmenn verslunarkeðjunnar fyrstu þremur viðskiptavinunum gjafabréf að verðmæti 10.000 til 25.000 krónur áður en þeir loks klipptu á rauða borðann með formlegum hætti. „Skemmtið ykkur vel og kaupið sem mest,“ sögðu þær Vala Kristín Eiríksdóttir og Júlíana Sara Gunnarsdóttir, rétt áður en viðskiptavinir tóku að streyma inn í verslunina, en þær voru kynnar við opnunarathöfnina.

Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi, Lovísa …
Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi, Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri H&M í Smáralind og Karl-Johan Persson, forstjóri H&M-samstæðunnar, klippa á borðann. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Attachment: "Opnun H&M" nr. 10361

„Við erum ánægðir að koma með þessa versl­un til Íslands. Við erum greini­lega með sterk­an viðskipta­vina­hóp, en með þessu fær­um við búðirn­ar nær þeim hóp. Aðgengi fyr­ir alla Íslend­inga er okk­ur mik­il­vægt,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi, í samtali við mbl.is í morgun. Þá sagði Karl-Johan Persson, forstjóri H&M-samstæðunnar að til greina komi að opna fleiri verslanir úr röðum samstæðunnar hér á landi.

Kjartan Gunnar Jónsson slysaðist inn í H&M á fyrsta degi.
Kjartan Gunnar Jónsson slysaðist inn í H&M á fyrsta degi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mætt fyrsta daginn fyrir slysni og forvitni

„Ég er hérna bara fyrir slysni. Við erum að fara í brúðkaup á eftir og maður er að drepa tímann bara,“ segir Kjartan Gunnar Jónsson í samtali við mbl.is. Kjartan Gunnar er meðal fyrstu viðskiptavina H&M á Íslandi en hann kveðst hafa beðið í röðinni í um það bil klukkustund áður en honum var hleypt inn.

„Bara mjög vel, miðað við aðrar búðir þá finnst mér þetta mjög sanngjarnt bara,“ segir Kjartan spurður hvernig honum hugnast verðlagið í versluninni. Hann segir aldrei að vita nema að hann finni sér föt fyrir brúðkaupið í versluninni en hann hafði þegar fundið nokkrar flíkur sem honum leist vel á, bæði fyrir sig og mág sinn sem hann var að versla fyrir í leiðinni.

Jenný Jensdóttir ætlar bara að versla í H&M ef hún …
Jenný Jensdóttir ætlar bara að versla í H&M ef hún sér eitthvað sem henni líkar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Jenný Jensdóttir beið einnig í um það bil klukkustund eftir að komast inn í verslunina og leist ágætlega á.

„Ég er bara hér fyrir forvitni. Ég bara kaupi ef ég sé eitthvað sem mér lýst á,“ segir Jenný sem kveðst ekki vera neinn sérstakur aðdáandi keðjunnar en hún hafi þó hingað til stundum verslað þar þegar hún er stödd á Spáni. Nú er þess ekki lengur þörf þegar verslunin er komin hingað til lands.

Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri H&M í Smáralind afhendir fyrsta viðskiptavininum, Freydísi …
Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri H&M í Smáralind afhendir fyrsta viðskiptavininum, Freydísi Björgu Ottósdóttur, 25.000 króna gjafabréf í verslunina. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Röðin var löng beggja vegna rúllustigans í Smáralind.
Röðin var löng beggja vegna rúllustigans í Smáralind. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Starfsfólk tekur fagnandi á móti viðskiptavinum.
Starfsfólk tekur fagnandi á móti viðskiptavinum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Freydís var fyrst inn.
Freydís var fyrst inn. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Fyrsta hollið hleypur inn í H&M.
Fyrsta hollið hleypur inn í H&M. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Opnunardansinn er fastur liður við opnun nýrrar verslunar H&M.
Opnunardansinn er fastur liður við opnun nýrrar verslunar H&M. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
87 starfsmenn stóðu vaktina í dag.
87 starfsmenn stóðu vaktina í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Röðin fyrir utan H&M.
Röðin fyrir utan H&M. mbl.is/Ófeigur
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jónas Ómar Snorrason: Rugl
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert