Kanna málnotkun fimm þúsund Íslendinga

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Ófeigur

Fimm þúsund Íslend­ing­ar hafa fengið eða munu á næst­unni fá sent boð um að svara spurn­ingalista sem er liður í um­fangs­mik­illi mál­fræðirann­sókn um stöðu ís­lensk­unn­ar – og ensk­unn­ar  á Íslandi. Íslend­ing­ar frá þriggja ára aldri verða beðnir um að svara list­an­um.

Um er að ræða rann­sókn sem fékk hæsta styrk sem veitt­ur hef­ur verið til mál­fræðirann­sókna á Íslandi, að sögn Ei­ríks Rögn­valds­son­ar, pró­fess­ors í ís­lenskri mál­fræði við Há­skóla Íslands, en hann er ann­ar af tveim­ur stjórn­end­um rann­sókn­ar­inn­ar. Hún ber nafnið: Könn­un á mál­fræðileg­um af­leiðing­um sta­f­ræns mál­sam­býl­is og er ætlað að veita inn­sýn í stöðu ís­lensk­unn­ar.

Rann­sókn­in hef­ur verið í und­ir­bún­ingi frá því um mitt síðasta ár. Fé­lags­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands vinn­ur með þeim að verk­efn­inu en þegar hafa um 3.500 manns, 13 ára og eldri, fengið send­an spurn­ingalista. 1.500 börn á aldr­in­um 3-12 ára geta átt von á spurn­ingalista á næst­unni en þátt­taka þeirra er vit­an­lega háð samþykki og aðstoð for­eldra eða for­ráðamanna. Ei­rík­ur seg­ist mjög ánægður með hvað þátt­tak­an í ald­urs­hópn­um 13-17 ára sé góð.

Vilja fá fram eðli­lega mál­notk­un       

Hann seg­ir að á meðal þess sem spurt sé um sé viðhorf til ís­lensku og ensku og notk­un á þess­um tungu­mál­um. Jafn­framt er spurt hversu mikið þátt­tak­end­ur nota til­tekna miðla, svo sem net og sjón­varp. Þá verður einnig spurt um mál­fars­atriði.

Hann seg­ir af og frá að um ein­hvers kon­ar próf sé að ræða. „Við vilj­um að fólk dæmi um það hvað því finnst eðli­legt að segja, hvað sé í þeirra huga rétt og rangt, óháð því hvað fólk lærði í skóla. Við vilj­um fá fram eðli­lega mál­notk­un en alls ekki það sem fólk tel­ur sig hafa lært í skóla.“ Þá verður einnig kannaður orðaforði fólks í ís­lensku og ensku. Ei­rík­ur von­ast til að sem flest­ir í úr­tak­inu sjái sér fært að taka þátt en spurn­ingalist­inn er send­ur með ra­f­ræn­um hætti.

Í næsta hluta verk­efn­is­ins verða tek­in viðtöl við suma þátt­tak­end­ur. „Til stend­ur að taka viðtöl við fólk, allt að fjög­ur­hundruð manns úr þess­um hópi. Þegar niður­stöðurn­ar úr spurn­ingalist­un­um verða komn­ar reyn­um við að finna og skoða þau atriði sem okk­ur finnst for­vitni­legt að kanna nán­ar. Við velj­um svo þetta smærra úr­tak eft­ir því.“ Hann seg­ir að um verði að ræða ít­ar­leg viðtöl við fólk svo hægt verði að fá ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar um mál­notk­un og viðhorf til tungu­mál­anna.

Eng­inn veit með vissu

Ei­rík­ur seg­ir að ýms­um full­yrðing­um sé haldið á lofti um áhrif snjall­tækja á tungu­málið og notk­un á ensku því sam­hliða. „En það veit eng­inn neitt með vissu um þetta. Maður heyr­ir sög­ur um krakka sem leik sér sam­an og tala við það sam­an á ensku. En fyr­ir hverja tvo sem tala sam­an á ensku gætu verið 20 þúsund sem gera það ekki.“

Þó nokk­ur svör hafa þegar borist og Ei­rík­ur seg­ir að margt for­vitni­legt hafi þegar komið í ljós, sem þó rími ágæt­lega við það sem hann hafði ímyndað sér áður. Hann vill þó ekk­ert segja til um niður­stöðurn­ar, enda eigi rann­sak­end­ur langt í landi. „Þetta eru mjög marg­ar spurn­ing­ar og flók­in úr­vinnsla.“

Eiríkur segir að eftirlitslaus aðgangur ungra barna að snjalltækjum, þar …
Ei­rík­ur seg­ir að eft­ir­lits­laus aðgang­ur ungra barna að snjall­tækj­um, þar sem enska sé notuð, sé vara­sam­ur. AFP

Eft­ir­lits­laus aðgang­ur vara­sam­ur

Ei­rík­ur er ekki á því að snjall­tæk­in séu endi­lega óvin­ur ís­lensk­unn­ar. „Snjall­tæk­in eru bara tæki sem hægt er að nota til góðs eða ills. Það er hins veg­ar óheppi­legt ef börn, al­veg niður í mjög ung börn, hafa al­veg eft­ir­lits­laus­an aðgang að snjall­tækj­um. Það skipt­ir miklu máli fyr­ir börn á mál­töku­skeiði að þau fái nægi­lega örvun á móður­mál­inu. Ef þau eru allt of mikið í snjall­tækj­um á ensku, eins og til dæm­is Youtu­be, þá læra þau mikið í ensku og það er í sjálfu sér ágætt. En hætt­an er að þau fái ekki nógu mikið áreiti á ís­lensku og byggi ekki upp nægi­lega sterk­an grunn.“

Ei­rík­ur tek­ur fram að þótt þau Sig­ríður Sig­ur­jóns­dótt­ir séu verk­efn­is­stjór­ar komi marg­ir aðrir að vinnslu rann­sókn­ar­inn­ar, bæði ís­lensk­ir og er­lend­ir fræðimenn. Hann bind­ur von­ir við að smátt og smátt verði hægt að kynna niður­stöðurn­ar, eft­ir því sem rann­sókn­inni vind­ur fram, ým­ist í fyr­ir­lestr­um eða á prenti. „En verk­efn­inu lýk­ur form­lega um mitt ár 2019. Eft­ir það verður þetta gert upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert