Seldi 18 ára árásarmanni skotvopn

Philip K. hylur andlit sitt og stendur á milli lögfræðinga …
Philip K. hylur andlit sitt og stendur á milli lögfræðinga sinna í réttarhöldunum í dag. AFP

Þýskur karlmaður hefur játað fyrir dómi að hafa selt hinum 18 ára Ali Dav­id Son­boly, sem varð níu að bana í skotárás í verslunarmiðstöð í München í fyrra, skammbyssu. Ef vopnasalinn verður fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist. 

Hinn ákærði Philip K., sem er 32 ára gamall, sagði í yfirlýsingu fyrir dómi að hann „hefði aldrei selt honum vopnið“ ef hann hefði vitað að árásarmaðurinn hefði skipulagt „þennan hræðilega verknað“. Hann sagðist jafnframt votta fjölskyldu fórnarlambanna sína dýpstu samúð í yfirlýsingunni. 

Saksóknari heldur því fram að voðaverkið hefði aldrei verið framið ef Philip K. hefði ekki selt Son­boly-skammbyssuna af tegundinni Glock 17 og skotfæri á 4.500 evrur eða ríflega 500 þúsund íslenskar krónur. 

Vopnasalinn notaði netið til að finna kaupendur að skotvopnum sínum áður en hann hitti þá í eigin persónu og afhenti varninginn. Philip K. var handtekinn í ágúst í fyrra. Réttarhöldin standa yfir til 19. september.  

Eftir árásina kölluðu þýsk­ir stjórn­mála­menn eft­ir því að byssu­lög­gjöf í land­inu verði hert og frek­ari höml­ur lagðar á sölu skot­vopna.  

Son­boly þjáðist af geðrænum veikindum og var lagður í einelti í skólanum. Hann hafði skipulagt árásina í um ár áður en hann lét til skarar skríða en hann valdi fórnarlömb sín af handahófi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert