„Held að við viljum ekki þessa þróun“

Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Golli

„Ég held að við viljum ekki þessa þróun – þess vegna þarf að spyrna við fótum,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sína í dag, þar sem hann tekur undir með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni og þingmanni flokksins, um áhyggjur af kaupum er­lendra rík­is­borg­ara á ís­lensk­um jörðum.

Frétt mbl.is: Þurfum að vera vakandi

Lilja hef­ur óskað eft­ir fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is í kjöl­far frétta af áhuga kín­verskra fjár­festa á að kaupa jörðina Neðri-Dal í Bisk­upstung­um fyr­ir 1,2 millj­arða króna með ferðaþjón­ust­u­starf­semi í huga. Jörðin, sem er 1.200 hekt­ar­ar að stærð, ligg­ur að Geys­is­svæðinu í Hauka­dal.

Sagði Sigurður málefnið vera eitthvað sem Framsóknarmenn hefðu miklar áhyggjur af. „Menn muna Grímsstaði en þar stóð til að selja 1,3% (ef ég man rétt) af Íslandi til eins Kínverja. Það var stöðvað. En svo kom EES-maðurinn frá Bretlandi og keypti,“ skrifar hann og heldur áfram:

„Á síðustu árum hafa efnaðir einstaklingar eignast fleiri jarðir í Vopnafirði og í Fljótum. Tilgangurinn virðist vera sá að komast yfir laxveiðiréttindi. Þar bera menn stórfé á bændur til að eignast heilu dalina, firði og vatnsréttarsvæði – bænda sem nú ströggla vegna tímabundins vanda sauðfjárræktar.“

Frétt mbl.is: Kín­verj­ar vilja kaupa jörð á millj­arð

Þá segir hann erlenda aðila vilja gjarna eignast stórar jarðir og landsvæði. Bendir hann á Jökulsárlón og Hjörleifshöfða sem dæmi. Til að bregðast við þessu listar hann upp þrjár tillögur til þess að „spyrna við fótum“:

„1. Breyta lögum þannig að bannið gildi jafnt um EES-borgara sem aðila utan EES – skýra reglur um undanþágur þannig að um tilltölulega lítil landsvæði væri að ræða (t.d. undir 10 ha).

2. Ríkisvaldið þarf að hafa skýra eigindastefnu (mál sem Þórunn Egilsdóttir hefur lagt fram á þingi) – Kaupa þær jarðir sem við viljum að „þjóðin“ eigi. Selja eða leigja aðrar til [þess] m.a. að tryggja fæðuöryggi og blómlegar byggðir.

3. Framkvæma strax skynsamar tillögur sauðfjárbænda vegna núverandi markaðsvanda.“

Frétt mbl.is: Þarf að kynna mér málið betur

Í viðtali við mbl.is í gær benti Lilja á að dóms­málaráðuneytið fari með eft­ir­lit með fram­kvæmd laga um eign­ar­rétt og af­nota­rétt fast­eigna og fá þurfi á hreint hvort því eft­ir­liti sé raun­veru­lega fylgt og al­mennt hvernig staða mála sé í þess­um efn­um. Enn frem­ur að reglu­gerð hafi verið af­num­in á sín­um tíma sem sett hafi ákveðnar tak­mark­an­ir á slík­ar fjár­fest­ing­ar og ástæða sé til að fá upp­lýs­ing­ar um það hvaða áhrif sú ákvörðun hafi haft.

Lilja benti enn frem­ur á að um síðustu ára­mót hafi Gunn­ar Bragi Sveins­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sett á fót starfs­hóp til þess að skoða mögu­leg­ar tak­mark­an­ir til að viðhalda rækt­an­legu land­búnaðarlandi og bú­setu í sveit­um lands­ins. „Ég vil fá að vita hvað hafi orðið um þann starfs­hóp og hvernig við séum að sinna þess­um mál­um.“ Horfa þurfi til ná­granna­ríkj­anna í þess­um af­n­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert