„Held að við viljum ekki þessa þróun“

Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Golli

„Ég held að við vilj­um ekki þessa þróun – þess vegna þarf að spyrna við fót­um,“ skrif­ar Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Face­book-síðu sína í dag, þar sem hann tek­ur und­ir með Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, vara­for­manni og þing­manni flokks­ins, um áhyggj­ur af kaup­um er­lendra rík­is­borg­ara á ís­lensk­um jörðum.

Frétt mbl.is: Þurf­um að vera vak­andi

Lilja hef­ur óskað eft­ir fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is í kjöl­far frétta af áhuga kín­verskra fjár­festa á að kaupa jörðina Neðri-Dal í Bisk­upstung­um fyr­ir 1,2 millj­arða króna með ferðaþjón­ust­u­starf­semi í huga. Jörðin, sem er 1.200 hekt­ar­ar að stærð, ligg­ur að Geys­is­svæðinu í Hauka­dal.

Sagði Sig­urður mál­efnið vera eitt­hvað sem Fram­sókn­ar­menn hefðu mikl­ar áhyggj­ur af. „Menn muna Grímsstaði en þar stóð til að selja 1,3% (ef ég man rétt) af Íslandi til eins Kín­verja. Það var stöðvað. En svo kom EES-maður­inn frá Bretlandi og keypti,“ skrif­ar hann og held­ur áfram:

„Á síðustu árum hafa efnaðir ein­stak­ling­ar eign­ast fleiri jarðir í Vopnafirði og í Fljót­um. Til­gang­ur­inn virðist vera sá að kom­ast yfir laxveiðirétt­indi. Þar bera menn stór­fé á bænd­ur til að eign­ast heilu dal­ina, firði og vatns­rétt­ar­svæði – bænda sem nú ströggla vegna tíma­bund­ins vanda sauðfjár­rækt­ar.“

Frétt mbl.is: Kín­verj­ar vilja kaupa jörð á millj­arð

Þá seg­ir hann er­lenda aðila vilja gjarna eign­ast stór­ar jarðir og landsvæði. Bend­ir hann á Jök­uls­ár­lón og Hjör­leifs­höfða sem dæmi. Til að bregðast við þessu list­ar hann upp þrjár til­lög­ur til þess að „spyrna við fót­um“:

„1. Breyta lög­um þannig að bannið gildi jafnt um EES-borg­ara sem aðila utan EES – skýra regl­ur um und­anþágur þannig að um till­tölu­lega lít­il landsvæði væri að ræða (t.d. und­ir 10 ha).

2. Rík­is­valdið þarf að hafa skýra eig­inda­stefnu (mál sem Þór­unn Eg­ils­dótt­ir hef­ur lagt fram á þingi) – Kaupa þær jarðir sem við vilj­um að „þjóðin“ eigi. Selja eða leigja aðrar til [þess] m.a. að tryggja fæðuör­yggi og blóm­leg­ar byggðir.

3. Fram­kvæma strax skyn­sam­ar til­lög­ur sauðfjár­bænda vegna nú­ver­andi markaðsvanda.“

Frétt mbl.is: Þarf að kynna mér málið bet­ur

Í viðtali við mbl.is í gær benti Lilja á að dóms­málaráðuneytið fari með eft­ir­lit með fram­kvæmd laga um eign­ar­rétt og af­nota­rétt fast­eigna og fá þurfi á hreint hvort því eft­ir­liti sé raun­veru­lega fylgt og al­mennt hvernig staða mála sé í þess­um efn­um. Enn frem­ur að reglu­gerð hafi verið af­num­in á sín­um tíma sem sett hafi ákveðnar tak­mark­an­ir á slík­ar fjár­fest­ing­ar og ástæða sé til að fá upp­lýs­ing­ar um það hvaða áhrif sú ákvörðun hafi haft.

Lilja benti enn frem­ur á að um síðustu ára­mót hafi Gunn­ar Bragi Sveins­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sett á fót starfs­hóp til þess að skoða mögu­leg­ar tak­mark­an­ir til að viðhalda rækt­an­legu land­búnaðarlandi og bú­setu í sveit­um lands­ins. „Ég vil fá að vita hvað hafi orðið um þann starfs­hóp og hvernig við séum að sinna þess­um mál­um.“ Horfa þurfi til ná­granna­ríkj­anna í þess­um af­n­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert