Jarðakaupin ekki umfram 25 hektara

Í Biskupstungum.
Í Biskupstungum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Viðmiðunarreglur dómsmálaráðuneytisins um fasteignakaup útlendinga hér á landi gera það ólíklegt að kínverskir fjárfestar geti keypt jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum til að reka þar ferðaþjónustu eins og hugur þeirra er sagður standa til.

Ráðuneytið miðar við að landsvæði utan skipulagðs þéttbýlis sem leigt eða selt er til atvinnustarfsemi útlendinga utan EES-svæðisins sé að hámarki 25 hektarar en Neðri-Dalur er 1.200 hektarar.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, að við þessar reglur hafi verið stuðst frá árinu 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka