Gátu sagt sér að Kínverjarnir kæmu aftur

Horft heim að Neðri-Dal sem er örskammt frá Geysi í …
Horft heim að Neðri-Dal sem er örskammt frá Geysi í Haukadal. Kínverjar hafa áhuga á jörðinni með ferðaþjónustu í huga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nauðsynlegt er að fyrir hendi séu skýrar reglur um kaup fólks og fyrirtækja utan EES-svæðisins á landsvæðum, það er jörðum sem eru umfram 25 hektarar að stærð sem er núgildandi viðmið.

Þetta segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Mikil umræða hefur skapast um þessi mál eftir að upplýst var um áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum til að reka þar ferðaþjónustu.

„Eftir að Kínverjinn Huang Nubo vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum fyrir nokkrum árum hefðu stjórnvöld átt að setja regluverk um svona fjárfestingar og hafa stefnuna skýra. Menn gátu auðvitað sagt sér að Kínverjar kæmu aftur til Íslands í svipuðum erindagjörðum,“ segir Helgi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert