Gátu sagt sér að Kínverjarnir kæmu aftur

Horft heim að Neðri-Dal sem er örskammt frá Geysi í …
Horft heim að Neðri-Dal sem er örskammt frá Geysi í Haukadal. Kínverjar hafa áhuga á jörðinni með ferðaþjónustu í huga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nauðsyn­legt er að fyr­ir hendi séu skýr­ar regl­ur um kaup fólks og fyr­ir­tækja utan EES-svæðis­ins á landsvæðum, það er jörðum sem eru um­fram 25 hekt­ar­ar að stærð sem er nú­gild­andi viðmið.

Þetta seg­ir Helgi Kjart­ans­son, odd­viti í Blá­skóga­byggð. Mik­il umræða hef­ur skap­ast um þessi mál eft­ir að upp­lýst var um áhuga kín­verskra fjár­festa á kaup­um á jörðinni Neðri-Dal í Bisk­upstung­um til að reka þar ferðaþjón­ustu.

„Eft­ir að Kín­verj­inn Huang Nubo vildi kaupa Grímsstaði á Fjöll­um fyr­ir nokkr­um árum hefðu stjórn­völd átt að setja reglu­verk um svona fjár­fest­ing­ar og hafa stefn­una skýra. Menn gátu auðvitað sagt sér að Kín­verj­ar kæmu aft­ur til Íslands í svipuðum er­inda­gjörðum,“ seg­ir Helgi í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert