Beiðni héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Það staðfestir verjandi Sveins. Ákæra verður jafnframt gefin út á hendur Sveini Gesti en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal í sumar.
Héraðssaksóknari staðfestir við mbl.is að ákæra verði gefin út á hendur Sveini Gesti í dag en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði. Sakborningi má ekki halda lengur í varðhaldi án þess að ákæra sé gefin út.
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sveins, segir í samtali við mbl.is að áframhaldandi gæsluvarðhaldsbeiðni verði mótmælt.