Ítreka innköllun á Floridana-söfum

Floridana safi í flöskum.
Floridana safi í flöskum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar innköllun á Floridana-ávaxtasöfum þar sem ein­stök dæmi eru um að yfirþrýst­ing­ur hafi mynd­ast í flösk­un­um. Ljóst er að slysahætta getur verið af vörunni.

Heilbrigðiseftirlitið vill árétta að upp hafa komið alvarleg tilvik þar sem umbúðir springa annað hvort í heild sinni eða tappi skýst af og er því um öryggismál að ræða fyrir neytendur. Eigendur eru hvattir til að farga vörunni.

„Það munaði mjög litlu að ég keyrði út af. Þetta var aga­leg spreng­ing,“ seg­ir Sunna Mjöll Bjarna­dótt­ir þroskaþjálfi í samtali við mbl.is fyrr í dag. Hún varð fyr­ir því þann 18. ág­úst síðastliðinn að flaska með Flori­dana heilsusafa sprakk með lát­um í bíln­um henn­ar.

Fyrr kom fram að Ölgerðin hefði ákveðið að innkalla Flori­dana-ávaxta­safa í plast­flösk­um. Þar seg­ir að hrein­ir ávaxta­saf­ar án rot­varn­ar­efna séu eðli máls­ins sam­kvæmt kæli­vara og beri að meðhöndla sem slíka. Eft­ir að súr­efni kemst í umbúðir og þeim lokað aft­ur geti aft­ur á móti með tím­an­um mynd­ast þrýst­ing­ur í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert