Ástæðan fyrir innkölluninni

Floridana-safi í flöskum.
Floridana-safi í flöskum.

Ung kona varð fyrir því að tappi úr Floridana-flösku skaust beint í auga hennar með þeim afleiðingum að hún sér ekkert með auganu og mjög hefur blætt úr því. Ölgerðin innkallaði Floridana í gær vegna málsins.

Ölgerðin sendi frá sér tilkynningu um innköllunina í gær en ekkert er talað um slysið sem unga konan varð fyrir.

Stöð 2 fjallaði um málið í gærkvöldi og þar kom fram að tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana-ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert