Réttum flýtt víða um land

Réttum er flýtt vegna umframbirgða lambakjöts.
Réttum er flýtt vegna umframbirgða lambakjöts. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrstu fjárréttir haustsins voru haldnar um helgina, en almennt séð verða réttir víða um land fyrr en vanalega. Í Hlíðarrétt var fé dregið í dilka um hádegi, en mikið fjölmenni tók þátt. Veður var ágætt, hæglátt og sólríkt með köflum.

Meðal annarra fjárrétta sem haldnar voru í gær voru, samkvæmt yfirliti Bændablaðsins, Kaldárbakkarétt í Hnappadalssýslu, Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Rugludalsrétt í Blöndudal, Deildardalsrétt í Skagafirði, Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit, Kleifnarétt í Fljótum í Skagafirði, Laufskálarétt í Hjaltadal, Möðruvallarétt, Sauðárkróksrétt, Skarðarétt í Gönguskörðum, Staðarrétt, Vatnsendarétt og Þverárrétt ytri.

Ástæða þess að réttum er flýtt er birgðastaða lambakjöts, sem mikið hefur verið rætt um á síðustu vikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka