Ríkisstjórnin bregðist við vandanum

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur sent frá sér bókun vegna íslenskrar sauðfjárræktar.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur sent frá sér bókun vegna íslenskrar sauðfjárræktar. mbl.is/Árni Torfason

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar við þeim vanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt.

Þetta kemur fram í bókun sem var gerð á fundi bæjarráðs í dag þar sem málefni sauðfjárbænda voru rædd.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar við bráðavanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt. Miðað við núverandi stöðu er mikil hætta á alvarlegri byggðaröskun sem kæmi þungt niður á samfélögum til sveita og þeim sveitarfélögum sem byggja að miklu leyti á landbúnaði. Jafnframt leggur bæjarráð þunga áherslu á það að stjórnvöld, forysta bænda og fulltrúar afurðastöðva og verslana vinni saman að því að treysta rekstarskilyrði sauðfjárræktar til framtíðar, einkum á þeim svæðum sem eru landgæðalega vel fallin til sauðfjárbúskapar,“ segir í bókuninni.

„Einnig telur bæjarráð nauðsynlegt að stjórnvöld vinni markvisst að því að styrkja undirstöður til fjölbreyttara atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert