RÚV áfrýjar máli Adolfs Inga

Adolf Ingi Erlingsson.
Adolf Ingi Erlingsson. mbl.is/Eggert

Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja máli Adolfs Inga Erlingssonar til Hæstaréttar Íslands. RÚV var í byrjun júlí dæmt til að greiða honum 2,2 milljónir króna í bætur auk 1,4 milljóna í málskostnað vegna eineltis og uppsagnar.

Adolf Inga var sagt upp störfum í nóvember árið 2013.

Hann sagði í samtali við mbl.is eftir dóminn í júlí að um hafi verið að ræða fullnaðarsigur fyrir sig. Bæði hafi honum verið dæmdar bætur vegna eineltis, auk þess sem dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hafi verið ólögleg.

Ríkisútvarpið.
Ríkisútvarpið. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert