Jarðskjálftamælar Íslenskra orkurannsókna á Norðurlandi greindu 6 stiga skjálfta í Norður-Kóreu um kl. 3.40 aðfaranótt sunnudags. Á sama tíma bárust fregnir af því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sprengt vetnissprengju í tilraunaskyni.
ÍSOR hefur birt skjáskot af niðurstöðum mælinga þegar sprengingin átti sér stað.
Eftirfarandi skýringar fylgja:
Gögnin eru filtreruð lowpass 0.7Hz og myndin sýnir um 3 mínútur af gögnum. Fyrsti dálkur er skammstöfun eða „gælunafn“ mælistöðvar en annar dálkur sýnir netnafn þar sem:
KR = stöðvar Landsvirkjunar í Kröflu og á Þeistareykjum
NO = stöðvar Norðurorku í Eyjafirði
ON = stöðvar Orku náttúrunnar á Hengilssvæði
RR = stöðvar HS Orku á Reykjanesskaga