Opið á Úlfljótsvatni

Frá Úlfljótsvatni.
Frá Úlfljótsvatni. Mynd/Ragnheiður Daviðsdóttir

Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni hefur nú opnað aftur eftir þriggja vikna lokun í kjölfar nóróveirusýkingar sem herjaði á erlenda skáta sem þar dvöldu. Að sögn Elínar Estherar Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Úlfljótsvatns, er ekkert bókað hjá þeim um helgina en þau eiga von á fyrstu gestunum á mánudag.

„Það hefur allt hér verið tekið rækilega í gegn oftar en einu sinni,“ segir Elín Esther. „Við höfum líka nýtt tímann til þess að yfirfara eldhúsið hjá okkur og þjálfa starfsfólk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert