Andlát: Bragi Árnason

Bragi Árnason.
Bragi Árnason.

Bragi Árna­son profess­or emer­it­us er lát­inn. Hann lést föstu­dag­inn 8. sept­em­ber 82 ára að aldri.

Bragi var þekkt­ast­ur fyr­ir rann­sókn­ir á mögu­leik­um vetn­is sem orku­bera fyr­ir bíla og skip og var gjarn­an kallaður Profess­or Hydrogen eða Vetn­is­pró­fess­or­inn.

Bragi var fædd­ur 10. mars 1935 son­ur hjón­anna Árna Guðlaugs­son­ar og Krist­ín­ar R. Sig­urðardótt­ur.

Bragi nam efna­fræði við há­skól­ann í Munchen en var við fram­halds­nám við Hafn­ar­há­skóla og Kjarn­orku­rann­sókn­ar­stofn­un­ina í Risö. Bragi var Dr. Scient frá HÍ 1976 og starfaði lengst af við rann­sókn­ir hjá Há­skóla Íslands. Bragi skrifaði fjölda vís­inda­greina, þá helst um orku­mál og nýt­ingu vetn­is sem orku­bera. Hann skrifaði nokkr­ar bæk­ur og ber hæst Groundwater­systems of Ice­land.

Bragi fékk fjölda viður­kenn­inga fyr­ir störf sín. Má þar nefna Ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1999, Alþjóðlegu tækni­verðlaun­in á sviði um­hverf­is­mála 2001, Heiðursorðu Sam­bands­lýðveld­is­ins Þýska­lands (Ver­dienst­kr­euz 1. Klasse) og Ju­les Ver­ne verðlaun­in, veitt af In­ternati­onal Asociat­on for Hydrogen Energy 2004. 

Rann­sókn­ir Braga hlutu heims­at­hygli og voru viðtöl birt við hann í mörg­um af stærstu tíma­rit­um heims ásamt fjölda þátta í er­lend­um sjón­varps­stöðvum. 

Eig­in­kona Braga var Sól­veig Rósa Jóns­dótt­ir en hún lést 2009. Bragi læt­ur eft­ir sig fjór­ar upp­komn­ar dæt­ur, níu barna­börn og tvö langafa­börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert