Gervigreind fækkar bankafólki

Bankastarfsmönnum hefur fækkað stórum frá 2007.
Bankastarfsmönnum hefur fækkað stórum frá 2007.

Vísbendingar eru um að gervigreind og aukin notkun sjálfvirkni eigi þátt í fækkun starfa í bönkum á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) hefur starfsmönnum banka og sparisjóða fækkað um 2.000 frá 2007. Haft var eftir Katrínu S. Óladóttur, framkvæmdastjóra Hagvangs, í Morgunblaðinu fyrir helgi að sjálfvirkni sé að fækka störfum á Íslandi.

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, bendir á að árið 2007 hafi efnahagsreikningur bankanna verið sem svarar tífaldri landsframleiðslu. Hlutfallið hafi lækkað mikið og sé nú eitthvað undir 150% af landsframleiðslu. Katrín segir aðspurð að aukin sjálfvirkni geti átt einhvern þátt í fækkun starfa í bankakerfinu. Til dæmis hafi gjaldkerum fækkað með notkun heimabanka en einnig hafi starfsmenn eitthvað færst til í starfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert