Fyrrverandi vistmenn fá 8 sálfræðiviðtöl

Kópavogshæli var reist á sjötta áratug síðustu aldar.
Kópavogshæli var reist á sjötta áratug síðustu aldar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Velferðarráðuneytið hefur samið við Landssamtökin Þroskahjálp um að hafa umsjón með því að fyrrverandi vistmönnum á Kópavogshæli og aðstandendum þeirra verði boðin sálfræðiþjónusta. Aðstoðin er veitt þeim að kostnaðarlausu og getur numið allt að 8 samtölum við sálfræðing. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Samið hefur verið við Andrés Ragnarsson og Jóhann Thoroddsen hjá Sálfræðingum Höfðabakka um að annast þjónustuna en óski fólk eftir því að nota aðra sálfræðinga er það heimilt.   

Landssamtökin Þroskahjálp hvetja alla þá sem dvöldu á Kópavogshæli og aðstandendur þeirra að notfæra sér þá aðstoð sem þeim stendur til boða. 

Viðkomandi geta haft samband við Sálfræðinga Höfðabakka með því að hringja í 527-7600 eða senda póst á ritari@shb9.is og láta vita af því að beiðnin sé í gegnum Landssamtökin Þroskahjálp eða haft samband við Landssamtökin Þroskahjálp í síma 588-9390,  tölvupóstur fridrik@throskahjalp.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert