Vilja auka útgjöld og skatta

Vinstrihreyfingin grænt framboð vill hækka umhverfisskatta.
Vinstrihreyfingin grænt framboð vill hækka umhverfisskatta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir jákvætt að verið sé að hækka svokallaða umhverfisskatta og vísar þar til hækkunar á bensín- og olíugjaldi.

„Þrátt fyrir að hækkunin ein og sér sé jákvæð er skortur á heildarstefnu stjórnvalda í þessum málaflokki,“ segir Katrín, sem kallar eftir skýrari stefnu í umhverfis- og loftlagsmálum.

„Við höfum lagt til að Ísland gangi lengra en Parísarsamkomulagið og stefnt verði að kolefnishlutlausu Íslandi. Skattastefnan þarf að spila með því markmiði og það er löngu tímabært að sú stefna liggi fyrir.“

Hún segir fjárlagafrumvarpið ekki hafa komið sér á óvart. Það sé í takt við fjármálaáætlun sem samþykkt var af stjórnarflokkunum í vor, að því er fram kemur í viðbrögðum stjórnarandstöðunnar við fjárlagafrumvarpinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert