Stjórn FA segir jöfnun gjalda yfirvarp fyrir skattahækkun

Stjórn FA segir skattlagninu á áfengi á Íslandi löngu komna …
Stjórn FA segir skattlagninu á áfengi á Íslandi löngu komna úr öllu korti mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stjórn Félags atvinnurekanda ályktaði um fjárlagafrumvarp ársins 2018 á fundi sínum í morgun og segja „jöfnun“ gjalda yfirvarp fyrir skatthækkun. Stjórnin gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar hækkanir á áfengisgjaldi og eldsneytisgjöldum en lýsir skilningi sínum á sjónarmiðum um að jafna gjöldin. Aftur á móti bendir stjórnin á að ekki sé alltaf nauðsynlegt að jafna gjöld með því að hækka þau lægri heldir megi einnig lækka há gjöld eða jafnvel mætast á miðri leið. Jöfnun af þessu tagi sé því aðeins yfirvarp fyrir hækkun skatta á fyrirtæki og einstaklinga. 

Stjórnin fagnar áformum um að halda áfram á þeirri vegferð að samræma þrep virðisaukaskatts, en næsta skref í því ferli verður stigið árið 2019. Þá lýsir stjórnin vonbrigðum sínum með að engar breytingar skuli fyrirhugaðar á tryggingargjaldi fyrirtækja. Hækkun tryggingargjald átti á sínum tíma að vera tímabundin til að fjármagna stóraukin útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga eftir hrun.

Nú sé atvinnuleysisvandinn aftur á móti að stærstum hluta úr sögunni, enn vanti hins vegar rúmlega 1,5 prósentustiga lækkun upp á að skatturinn verði jafnhátt hlutfall og fyrir hrun og skatttekjurnar eru notaðar til að fjármagna ýmis önnur útgjöld ríkissjóðs. Þetta gangi þvert á loforð stjórnmálamanna úr flestu flokkum undanfarin ár. 

Jafnframt bendir stjórn Félags atvinnurekenda á að skattlagning á áfengi á Íslandi sé löngu komin út úr öllu korti. Stjórnmálamenn virðist líta svo á að kaupendur þessarar einu neysluvöru megi skattpína endalaust. Gríðarleg hækkun á gjöldum á léttvíni sé ekki í neinu samræmi við málflutning núverandi stjórnmálaflokka um hóflega skattheimtu og hvetur stjórn FA því Alþingi til að endurskoða þessi áform. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert