Sveinn Gestur hafnar ásökunum

Sveinn Gestur Tryggvason mætti til þingfestingar í morgun.
Sveinn Gestur Tryggvason mætti til þingfestingar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var engin stórfelld líkamsárás og ég veittist ekki að honum með ofbeldi,“ sagði Sveinn Gestur Tryggvason fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, en þá fór þingfesting í máli hans fram.

Sveinn Gestur var á dögunum ákærður fyrir að hafa ráðið Arnari Jónassyni Aspar bana með stófelldri líkamsrárás við heimili Arnars í Mosfellsdal þann sjöunda júní síðastliðinn. Hann hefur síðan setið í gæsluvarðhaldi.

Sex menn, fimm karlar og ein kona, voru upphaflega handtekin í tengslum við árásina. Þeirra á meðal var Sveinn Gestur en hann er sá eini sem hefur verið ákærður. Héraðssaksaksóknari ákærði Svein Gest fyrir brot á 218. grein hegningarlaga, grein sem fjallar um stófellda líkamsárás. Hámarks refsing fyrir brot á þeirri grein er 16 ára fangelsi, hljótist bani af árásinni.

Sveinn Gestur Tryggvason mætti til þingfestingar í morgun.
Sveinn Gestur Tryggvason mætti til þingfestingar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveinn Gestur hafnaði sök við þingfestingu í morgun. Hann viðurkenndi að hafa haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en neitar að hafa lagt þrýsting á brjóstkassa hans. „Ég sat á rasskinnunum.“ Þá hafnar hann því að hafa lamið Arnar krepptum hnefa. „Það gerðist aldrei. Það var annar maður sem sló hann og hann var ekki einu sinni ákærður,“ sagði Sveinn Gestur í morgun.

Fulltrúar saksóknara og aðstandenda Arnars gerðu þá kröfu í morgun að ákærði myndi víkja úr réttarsal þegar skýrslutökur yfir skyldmennum Arnars fara fram, líklega í nóvember. Þeirri kröfu hafnaði ákærði og óskaði þess að sitja aðalmeðferðina. Afstaða til þessarar kröfu verður tekin þann 5. október. Þá mun verjandi Sveins Gests leggja fram greinargerð í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert