18 kosningar hafa farið fram frá fæðingu nýrra kjósenda

Frá árinu 1999 hafa 18 kosningar farið fram á Íslandi
Frá árinu 1999 hafa 18 kosningar farið fram á Íslandi Ómar Óskarsson

Í ár öðlast þeir sem fædd­ust árið 1999 kosn­inga­rétt en alls hafa 18 kosn­ing­ar farið fram hér á landi frá því að þeir kjós­end­ur fædd­ust. Þar af eru sjö Alþing­is­kosn­ing­ar, fjór­ar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, þrjár for­seta­kosn­ing­ar og þrjár þjóðar­at­kvæðagreiðslur. Auk þess fóru fram kosn­ing­ar til stjórn­lagaþings árið 2010.

Árin 2015, 2005, 2001 og 2000 fóru eng­ar kosn­ing­ar fram en árið 2000 var Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son sjálf­kjör­inn for­seti. Þris­var á síðastliðnum 18 árum hafa aft­ur á móti farið fram tvær eða fleiri kosn­ing­ar á ári en það var árin 2016, 2012 og 2010. Í fyrra var gengið til for­seta­kosn­inga og Alþing­is­kosn­inga sama árið, 2012 var gengið til for­seta­kosn­ing­ar og kosið um til­lög­ur stjórn­lagaráðs sama árið og 2010 fóru fram sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar auk þess sem kosið var um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve í fyrra skiptið og til stjórn­lagaþings. 

Frá stofn­un lýðveld­is­ins hafa farið fram 56 kosn­ing­ar farið fram hér á landi og því hafa um 30% kosn­inga farið fram eft­ir alda­mót­in.

Því hef­ur verið lýst yfir að gegnið verði til Alþing­is­kosn­inga í nóv­em­ber, en það mun að öll­um lík­ind­um skýr­ast frek­ar um helg­ina hvenær verður kosið. Verði gengið til kosn­inga í ár verða þær Alþing­is­kosn­ing­ar þær sjö­undu á þeim 18 árum sem liðin eru frá fæðingu þeirra sem öðlast kosn­inga­rétt í ár og þær 23 frá stofn­un lýðveld­is­ins. 

Alls hafa farið fram 18 sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar frá stofn­un lýðveld­is­ins en þær hafa ávallt farið fram á fjög­urra ára fresti líkt og lög gera ráð fyr­ir. Sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor verða þær 19 frá stofn­un lýðveld­is­ins. 

Átta sinn­um hef­ur verið gengið til for­seta­kosn­inga en sex sinn­um hef­ur sitj­andi for­seti verið sjálf­kjör­inn þar sem hann hef­ur ekki fengið mót­fram­boð.

Alls hafa Íslend­ing­ar fjór­um sinn­um gengið til þjóðar­at­kvæðagreiðslu frá stofn­un lýðveld­is­ins. Árið 1944 var í einni þjóðar­at­kvæðagreiðslu kosið um af­nám sam­bands­lag­anna og setn­ingu nýrr­ar stjórn­ar­skrár en árin 2010 og 2011 var kosið um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve. Þá fóru fram kosn­ing­ar til stjórn­lagaþings í nóv­em­ber 2010 en Hæstirétt­ur ógilti kosn­ing­una með ákvörðun í janú­ar 2011. Árið 2012 var síðan kosið um að til­lög­ur stjórn­lagaráðs yrðu grund­völl­ur að nýrri stjórn­ar­skrá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert