Fréttastofa RÚV beri ein ábyrgð

Eining-Iðja segir Rúv eiga að axla ábyrgð vegna myndbirtingar í …
Eining-Iðja segir Rúv eiga að axla ábyrgð vegna myndbirtingar í tengslum við rannsókn á veitingastaðnum Sjanghæ. mbl.is/Eggert

Nafn- og mynd­birt­ing­ar áður en sekt er sönnuð eru í öll­um til­vik­um á ábyrgð þess sem set­ur þær fram. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu Ein­ingu-Iðju þar sem fram kem­ur að frétta­stofa RÚV þurfi ein að axla ábyrgð á því að hafa birt mynd af veit­ingastaðnum Sj­ang­hæ á Ak­ur­eyri í um­fjöll­un sinni um grun á man­sali.

Mynd­birt­ing ábyrgð stofn­un­ar­inn­ar í heild sinni

„Það að fréttamaður Rík­is­út­varps­ins kaus að flytja frétt af meintu man­sali með því að birta mynd af veit­ingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yf­ir­manna hans og stofn­un­ar­inn­ar í heild sinni.“

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að stétt­ar­fé­lagið Ein­ing-Iðja fái á hverju ári marg­ar ábend­ing­ar varðandi starf­semi fé­laga á fé­lags­svæði þess. Þær ábend­ing­ar fari svo í ákveðið ferli sem er sam­kvæmt lög­um og regl­um. Sé ábend­ing þess eðlis að um lög­brot gæti verið að ræða og ástæða til þess að krefjast gagna er það ávallt til­kynnt til lög­reglu.

Ábend­ing­in átti ekki við rök að styðjast 

„Lyk­il­hug­tak í öll­um slík­um mál­um er grun­ur. Eina mark­mið stétt­ar­fé­lags­ins er að leiða það fram hvort grun­ur um mis­ferli eigi við rök að styðjast Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem mál­in varða séu sak­laus­ir, þangað til annað kem­ur í ljós.“

Rann­sókn máls­ins leiddi svo í ljós að í til­felli veingastaðar­ins Sj­ang­hæ átti ábend­ing­in ekki við rök að styðjast. Niður­stöður skoðunar á máli starfs­manna sýndu að þeir fá greitt sam­kvæmt kjara­samn­ing­um. 

Frétta­stof­an ein ber ábyrgð

Í frétt RÚV frá því í gær vegna máls­ins er tekið fram að frétta­stof­an ein beri ábyrgð á frétt­inni og fram­setn­ingu henn­ar. Þá kem­ur fram að að þær upp­lýs­ing­ar sem komu fram í frétt­inni um málið hafi komið frá traust­um heim­ild­um inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Sam­kvæmt frétt RÚV hafi þess­ar upp­lýs­ing­ar einnig verið staðfest­ar af verk­efn­is­stjóra vinnustaðaeft­ir­lits Ein­ing­ar-Iðju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert