„Þetta er djöfullegt alveg“

Göngur og réttir eru nú í fullum gangi, enda er …
Göngur og réttir eru nú í fullum gangi, enda er sláturtíð hafin. Sigurður Bogi Sævarsson

„Við vit­um bara í raun­inni ekk­ert,“ seg­ir Unn­steinn Snorri Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka sauðfjár­bænda, í sam­tali við mbl.is. Full­kom­in óvissa er uppi um hvort til­lög­ur sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir land­búnaðarráðherra kynnti á dög­un­um, þar sem kaupa átti bænd­ur út úr grein­inni, nái fram að ganga. Raun­ar má það telj­ast frek­ar ósenni­legt.

Sauðfjár­bænd­ur hafa þurft að taka á sig mikl­ar lækk­an­ir á afurðaverði. Verð til þeirra lækkaði um 10% fyr­ir síðustu slát­urtíð en lækk­un­in núna nem­ur 26-35%. Þetta skýrist af of­fram­leiðslu lamba­kjöts og bæði for­svars­menn bænda og stjórn­valda hafa verið sam­mála um að fækka þurfi fé um 20%.

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Unn­steinn Snorri Snorra­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka sauðfjár­bænda. mbl.is/​aðsent

Í því sam­hengi kynnti Þor­gerður Katrín til­lög­ur á dög­un­um þar sem þeim bænd­um sem hætta sauðfjár­bú­skap var boðin 90% greiðsla af inn­leggi næstu fimm árin. Þeir sem tækju ákvörðun um að hætta á næsta ári var boðið að fá 70% greiðslu til þriggja ára. Hug­mynd­in var sú að gera bænd­um kleift að hætta í grein­inni eða hverfa til annarr­ar rækt­unn­ar á jörðum sín­um. Til­lög­urn­ar voru um­deild­ar og voru bæði gagn­rýnd­ar af Bænda­sam­tök­um Íslands og full­trú­um flokka í minni­hluta á Alþingi.

Þess­ar fyr­ir­ætlan­ir stjórn­valda eru nú í upp­námi, enda er rík­is­stjórn­in fall­in. Unn­steinn seg­ir við mbl.is að þeir hafi ekki átt sam­tal við ráðherra. „Við vit­um ekki hvað starfs­stjórn­in ger­ir eða hvaða umboð hún hef­ur. Dag­ur­inn fer í að taka stöðuna.“ Hann seg­ir að eng­inn geti tekið ákvörðun um að hætta eins og sak­ir standa.

Lands­sam­tök sauðfjár­bænda halda auka­fund á morg­un, þriðju­dag. Ráðherra hef­ur verið boðaður á þann fund. Unn­steinn bend­ir þó á að ekki sé ljóst hver staða ráðherra til ákv­arðana verður. „Þetta er djöf­ul­legt al­veg.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert