Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

Forsvarsmenn sauðfjárbænda telja stjórnarslitin hafa sett strik í reikninginn. Alls …
Forsvarsmenn sauðfjárbænda telja stjórnarslitin hafa sett strik í reikninginn. Alls óvíst sé að vandinn verði leystur á kjörtímabilinu. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ).

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að málið þoli ekki bið og að mikilvægt sé að Alþingi setji málefni sauðfjárbænda á dagskrá svo fljótt sem unnt er. Bændur munu leggja fram athugasemdir við tillögur fráfarandi landbúnaðarráðherra og ætlast til þess að Alþingi taki mið af þeim athugasemdum.

LS hafa boðað til aukafundar sem hefst klukkan ellefu í dag, þar sem tillögurnar verða ræddar en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sækir fundinn. „Vonandi kemur eitthvað út úr fundinum um það hvernig framhaldið verður. Það er fjöldi sveitarstjórna búinn að álykta um að staðan sé slæm og að menn óttist afleiðingar hennar,“ segir Oddný Steina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert