Tvær gefa ekki kost á sér

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki að gefa …
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi þingkosningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins tveir þing­menn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til end­ur­kjörs í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. Sjö þing­menn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. 

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra, sem nú sitja á þingi, gef­ur kost á sér til end­ur­kjörs í alþing­is­kosn­ing­um 28. októ­ber næst­kom­andi. Morg­un­blaðið setti sig í sam­band við sitj­andi alþing­is­menn í gær og kannaði hver staðan væri í þeirra ranni. Rauði þráður­inn í svör­un­um var sá að þar sem aðeins eitt ár væri liðið frá síðustu kosn­ing­um væri sjálfsagt að halda áfram. Þeir sem kjörn­ir voru á síðasta ári sögðust sum­ir rétt vera bún­ir að læra á starfs­hefðir og vinnu­brögð á Alþingi. Þeir vildu jafn­framt vinna áfram að braut­ar­gengi ým­issa mála sem þeir settu á odd­inn. Gunn­ar Hrafn Jóns­son, þingmaður Pírata, nefndi þar t.d. geðheil­brigðismál­in.

Lín­ur eft­ir að skýr­ast bet­ur

„Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég býð mig fram að nýju,“ sagði Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, sagðist vera að skoða hvort hún héldi áfram. Hún myndi svara því af eða á á allra næstu dög­um enda væri skamm­ur tími til stefnu. Á vett­vangi Sjálf­stæðis­flokks­ins er ákvörðun um skip­an fram­boðslista og hvernig staðið skuli að því í hönd­um kjör­dæm­is­ráða á hverj­um stað. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að kjör­dæm­is­ráðin myndu flest hver koma sam­an í kring­um næstu helgi og ráða ráðum sín­um. Eft­ir það myndu lín­ur skýr­ast.

„Þetta hef­ur ekki verið rætt hjá okk­ur eða ákvörðun tek­in,“ sagði Grím­ur Gísla­son í Vest­manna­eyj­um, formaður kjör­dæm­is­ráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. „Ég hef hins veg­ar þá per­sónu­legu skoðun að við eig­um að stilla upp sömu fram­boðslist­um og síðast, en það gerðum við á grund­velli niður­stöðu próf­kjörs sem haldið var. Umboðið sem fram­bjóðend­ur fengu þar held­ur enn og er skýrt. Þess utan er lít­ill tími núna til þess að fara í próf­kjör, við þurf­um að hella okk­ur strax í kosn­inga­bar­átt­una,“ sagði hann.

Fram kom á mbl.is í gær að tveir fyrr­ver­andi þing­menn, sem ekki náðu kjöri í kosn­ing­um á síðasta ári, væru að íhuga fram­boð að nýju. „Ég hef látið mér detta það í hug,“ sagði Páll Val­ur Björns­son í Grinda­vík, áður þingmaður Bjartr­ar framtíðar í Suður­kjör­dæmi, aðspurður hvort hann íhugaði að bjóða sig fram. Hann sat á Alþingi á síðasta kjör­tíma­bili, en sagði sig úr flokkn­um í kjöl­far stjórn­ar­mynd­un­ar þar sem hon­um þótti Björt framtíð gefa of mikið eft­ir í Evr­ópu-, auðlinda- og um­hverf­is­mál­um.

Þingmennirnir sem sitja á Alþingi í dag.
Þing­menn­irn­ir sem sitja á Alþingi í dag. Korta­deild Morg­un­blaðsins

Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðuraust­ur­kjör­dæmi á síðasta kjör­tíma­bili, seg­ist vera að fara yfir mál og úti­lok­ar ekki end­ur­komu í póli­tík­ina. „Þetta er ekki efst í mín­um huga í augna­blik­inu,“ sagði Karl Garðars­son sem úti­lok­ar ekki fram­boð – ekki frek­ar en Will­um Þór Þórs­son. Báðir sátu þeir á þingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn á síðasta kjör­tíma­bili. „Það lif­ir í póli­tísk­um glæðum og ég hef heyrt í mörg­um síðustu daga,“ sagði Will­um.

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem ekki náðu end­ur­kjöri í fyrra voru Össur Skarp­héðins­son, Árni Páll Árna­son og Helgi Hjörv­ar. Einnig Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir og Val­gerður Bjarna­dótt­ir sem aðspurðar eru hvor­ug­ar á leið í fram­boð að nýju.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert