Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst

Bjarni segir samtal formanna flokkanna vera að þróast.
Bjarni segir samtal formanna flokkanna vera að þróast. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta sam­tal er aðeins að þró­ast. Við erum und­ir góðri stjórn for­seta þings­ins að reyna að af­marka örfá mál sem við mynd­um funda um á þing­inu,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra að lokn­um fundi flokks­formanna með for­seta Alþing­is. Fundað var í þing­hús­inu í dag í þeirri von um að hægt væri að ná sam­stöðu um nokk­ur mál sem talið er brýnt að ljúka áður en gengið verður til kosn­inga.

„Þetta eru mál sem varða framtíðar­verklag við stjórn­ar­skrána. Við erum að taka til um­fjöll­un­ar hug­mynd­ir sem varða út­lend­inga­lög­in, hvort það sé hægt að gera eitt­hvað í því. Það er verið að ræða mál dags­ins, upp­reist æru. Það skyldi eng­an undra, enda hef­ur dóms­málaráðherra boðað að þar þurfi að gera breyt­ing­ar,“ sagði Bjarni til að taka dæmi um mál sem rætt hef­ur verið um.

„Svo eru önn­ur mál sem flokk­arn­ir eru sam­mála um að þurfi að vera í traust­um far­vegi. Þá eru menn kannski ekki endi­lega að horfa á lok þessa þings held­ur horfa inn í ára­mót­in. Við get­um tekið þar sem dæmi NPA-málið. Að við ger­um þá það sem hægt er, þrátt fyr­ir að ekk­ert verði samþykkt á þessu þingi, til að tryggja að vinna haldi áfram. Svo að við auk­um lík­urn­ar á því að það sé hægt að lög­festa það fyr­ir ára­mót,“ sagði Bjarni, en NPA er not­end­a­stýrð per­sónu­leg aðstoð.

Ekki frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár

Bjarni lagði fram minn­is­blað á fundi flokks­formann­anna í gær um að stjórn­ar­skrá­in yrði end­ur­skoðuð í áföng­um á næstu þrem­ur kjör­tíma­bil­um og hef­ur sú hug­mynd lagst ágæt­lega í for­menn flestra flokka. Hann sagði eft­ir fund­inn í dag að hann hefði alltaf talað fyr­ir því að breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá þyrfti að gera í áföng­um.

„Við átt­um fund fyr­ir mánuði síðan, all­ir for­menn­irn­ir, og ég sagði að í þess­um áfanga skyld­um við skoða til­tek­in ákvæði. Ég var að sjálf­sögðu að horfa til þess að þetta kjör­tíma­bil yrði eitt­hvað lengra en raun ber vitni. Nú er hins veg­ar komið í ljós að við erum ekki að fara í end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá á þessu kjör­tíma­bili, en það var kallað eft­ir því fyr­ir mánuði síðan að við mynd­um koma með stærri sýn. Ég brást við því með því að koma með mína sýn á hvernig við ætt­um að fylgja eft­ir þess­um áfanga sem ég hef verið að tala um.“

Bjarni sagðist sjá þetta fyr­ir sér þannig að á þrem­ur kjör­tíma­bil­um verði tek­inn fyr­ir hver áfang­inn á fæt­ur öðrum og ólík­ir kafl­ar skoðaðir. „Það þarf ekk­ert endi­lega að þýða að öll stjórn­ar­skrá­in taki breyt­ing­um. Ef við horf­um til dæm­is til mann­rétt­indakafl­ans þá get­ur vel verið að niðurstaðan verði sú að það þyki ekki ástæða til breyt­inga þar.“

Hann seg­ir þetta þá þýða að ekki sé verið að tala um heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skrá i einu frum­varpi. „Ég er ekki að tala um frum­varp um neitt. Ég er bara að tala um að flokk­arn­ir skrifi upp á að við sjá­um það með sömu aug­um hvernig við ætl­um að halda vinn­unni áfram.“

Gæti teygst ef ágrein­ing­ur verður

Bjarni seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að þing­fund­ir verði marg­ir, ef sam­komu­lag næst um að klára þau mál sem rædd hafa verið. Þingi geti þá jafn­vel lokið í næstu viku. „Þetta verða vænt­an­lega stutt­ir þing­fund­ir með nefnd­ar­störf­um inn á milli. Þetta verða ör­fá­ir dag­ar.“

Verði hins veg­ar mik­ill ágrein­ing­ur um hvaða mál eigi að taka á dag­skrá geti staðan orðið önn­ur. „Þá er aldrei að vita, okk­ur hef­ur oft tek­ist að funda í marg­ar vik­ur. Í mín­um huga er eina vitið að fara að ljúka þessu þingi sem allra fyrst.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert