Formenn flokkanna funda aftur í dag

Formenn allra stjórnmálaflokka sem sitja á þingi funda aftur í …
Formenn allra stjórnmálaflokka sem sitja á þingi funda aftur í dagmeð forseta Alþingis um störf þingsins fram að kosningum. mbl.is/Eggert

For­seti Alþing­is mun funda með öll­um for­mönn­um flokka sem eiga sæti á Alþingi klukk­an 12:30 í dag. Á fund­in­um verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þing­störf­um fyr­ir kosn­ing­ar. Hvort hægt verði að ná sam­eig­in­legri niður­stöðu um ein­hver mál eða gera mála­miðlan­ir.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, fundaði með for­mönn­um flokk­anna á mánu­dag en eng­in skýr niðurstaða fékkst á þeim fundi. Að lokn­um fund­in­um á mánu­dag sagði Unn­ur: „Þau mál sem for­menn flokk­anna gátu sam­mælst um að skoða frek­ar eru kom­in í ákveðinn far­veg og þegar þeirri at­hug­un er lokið hitt­umst við að nýju á miðviku­dag­inn og reyn­um að átta okk­ur á því hvernig við get­um haldið áfram.“ Til­gang­ur­inn fund­ar­ins í dag er að halda áfram með viðræðurn­ar.

Birg­ir Ármanns­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir hluti hugs­an­lega skýr­ast að fund­in­um lokn­um.

„Menn voru með ákveðin mál á borðinu sem var verið að ræða. Á fund­in­um í dag er gert ráð fyr­ir fram­haldi viðræðna. Kannski skýr­ast hlut­ir eitt­hvað að þeim fundi lokn­um,“ seg­ir Birg­ir í sam­tali við mbl.is

„Það er auðvitað þannig að menn eru að ræða sam­an um það hvernig hægt sé að ljúka þing­störf­um með skikk­an­leg­um hætti. Menn halda áfram að tala sam­an á meðan ein­hver atriði eru óljós í því sam­bandi,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Fram kom á fund­in­um á mánu­dag að meðal þeirra mála sem þing­menn vilja leggja áherslu á að ná sam­stöðu um eru breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um og lög­fest­ingu á not­end­a­stýrðri per­sónuþjón­ustu, NPA.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert