„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

Bjarni Benediktsson kemur með þingrofsskjalið á mánudag í möppu með …
Bjarni Benediktsson kemur með þingrofsskjalið á mánudag í möppu með skjaldarmerki ríkisins. Fréttamenn voru forvitnir um innihaldið. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Bjarni Bene­dikts­son kom til Bessastaða á mánu­dag­inn með þingrofs­bréfið var það í venju­legri möppu en ekki í „rík­is­ráðstösk­unni“ sem Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son gerði fræga þegar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son kom til Bessastaða í apríl 2016.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Morg­un­blaðið aflaði sér var ekki tal­in þörf á sér­stakri tösku und­ir eitt stykki þingrofs­bréf. Venju­leg mappa nægði al­veg. Sem kunn­ugt er skrifaði Guðni Th. Jó­hann­es­son und­ir bréfið eins og venj­an er og síðdeg­is sama dag las Bjarni Bene­dikts­son upp á Alþingi for­seta­bréf um þingrof og kosn­ing­ar.

Ólaf­ur Ragn­ar nefndi eft­ir fund­inn með Sig­mundi í fyrra að emb­ætt­is­menn úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu hefðu komið með þingrofs­skjöl­in í „rík­is­ráðstösk­unni“. Hann tjáði Morg­un­blaðinu að emb­ætt­is­menn­irn­ir, það er að segja Ragn­hild­ur Arn­ljóts­dótt­ir og Ágúst Geir Ágústs­son skrif­stofu­stjóri, hefðu beðið frammi í eld­húsi með þingrofs­skjöl­in til und­ir­rit­un­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert