Þingfundur er ólíklegur í vikunni

Unnur Brá segist bjartsýn á að hægt verði að ná …
Unnur Brá segist bjartsýn á að hægt verði að ná samstöðu um einhver mál. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, seg­ir að sam­tali milli flokks­formanna og for­seta Alþing­is verði haldið áfram. Unn­ur er bjart­sýn á að hægt sé að ná sam­stöðu um ein­hvern mál en ólík­legt þykir að þing­fund­ur verði boðaður í þess­ari viku.

„Við erum enn að vinna í ákveðnum mál­um til að kanna hvort við get­um náð sam­an um að af­greiða ein­hver mál fyr­ir þing­frest,“ seg­ir Unn­ur, en for­menn allra þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi áttu fund með henni á Alþingi fyrr í dag þar sem reynt var að ná sam­kom­lagi um hvernig eigi að ljúka þing­störf­um.

Eins og staðan er núna er eini þing­fund­ur­inn á dag­skrá sett­ur 28. októ­ber, þar sem þingi verður frestað og Íslend­ing­ar ganga að kjör­borðinu. „Við erum ennþá bara að skoða hvað sé hægt að ná sam­komu­lagi um og á meðan að sú vinna er í gangi borg­ar sig að segja sem minnst og halda áfram að vinna,“ seg­ir Unn­ur.

For­menn allra flokka ganga á fund for­seta Alþing­is að nýju eft­ir há­degi á föstu­dag­inn og seg­ir Unn­ur að þar verði at­hugað hvort hægt sé að taka ein­hverj­ar ákv­arðanir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert