Mikill og útbreiddur misskilningur

Frá fundi Guðlaugs Þórs með erlendu sendiherrunum.
Frá fundi Guðlaugs Þórs með erlendu sendiherrunum. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra boðaði sendi­herra er­lendra ríkja á Íslandi á sinn fund í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu í dag og upp­lýsti þá um stöðuna sem uppi er í stjórn­mál­um hér á landi.

Á fund­in­um fór ut­an­rík­is­ráðherra yfir at­b­urði síðustu daga sem leiddu til stjórn­arslit­anna, kosn­inga­bar­átt­una framund­an, auk þess sem hlut­verk starfs­stjórn­ar var út­skýrt fyr­ir sendi­herr­un­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Enn­frem­ur seg­ir, að laga­ákvæði um upp­reist æru hafi verið út­skýrð sem og þær breyt­ing­ar á lög­un­um sem hafi verið í far­vatn­inu hjá dóms­málaráðherra frá því síðasta vor.

„Það er eðli­legt að marg­ar spurn­ing­ar vakni hjá sendi­full­trú­um er­lendra ríkja við aðstæður eins og þær sem við höf­um séð síðustu daga," seg­ir Guðlaug­ur Þór í til­kynn­ing­unni.

„Við höf­um orðið vör við mik­inn og út­breidd­an mis­skiln­ing hjá alþjóðleg­um fjöl­miðlum um til­drög stjórn­arslit­anna og þýðingu hug­taks­ins upp­reist æra og ut­an­rík­isþjón­ust­an hef­ur þurft að bregðast við til að leit­ast við að leiðrétta slík­an mis­skiln­ing. Þess vegna er gott að geta út­skýrt hlut­ina milliliðalaust fyr­ir trúnaðarmönn­um er­lendra ríkja hér á landi," seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

Guðlaug­ur Þór held­ur til New York síðar í dag þar sem hann mun halda ræðu Íslands á alls­herj­arþing­inu síðdeg­is á morg­un föstu­dag en nú stend­ur yfir ráðherra­vik­an svo­kallaða í höfuðstöðvum Sam­einuðu þjóðanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert