Ríkisstjórn sprengd yfir stormi í vatnsglasi

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Í mín­um huga skipt­ir þetta veru­legu máli. Það hef­ur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar grein­argóðu skýr­ing­ar umboðsmanns sýna að þarna hef­ur verið mik­ill storm­ur í vatns­glasi.“

Þetta sagði Birg­ir Ármanns­son, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að lokn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, með Tryggva Gunn­ars­syni, umboðsmanni Alþing­is, í morg­un. Tryggvi gerði nefnd­inni grein fyr­ir því að hann teldi ekki til­efni til þess að hefja frum­kvæðis­at­hug­un á embætt­is­færsl­um í tengsl­um við það þegar Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra upp­lýsti Bjarna Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra um að faðir hans, Bene­dikt Sveins­son, hefði skrifað und­ir meðmæli fyr­ir dæmd­an barn­aníðing þegar hann sótti um upp­reist æru.

„Hann tel­ur að það hafi ekki falið í sér neitt trúnaðar­brot af hálfu dóms­málaráðherra að ræða þetta til­tekna mál við for­sæt­is­ráðherra. Hann hef­ur ekki at­huga­semd­ir við þá málsmeðferð. Hann hef­ur held­ur ekki séð til­efni til að taka upp at­hug­un á öðrum þátt­um máls­ins. Mér fannst hann af­skap­lega skýr um þá þætti,“ sagði Birg­ir jafn­framt um það sem kom fram á fund­in­um.

„Síðustu daga hef­ur þetta sam­tal for­sæt­is­ráðherra og dóms­málaráðherra verið gert að ein­hverj­um miðpunkti í þessu máli og að miklu hneyksli, og rík­is­stjórn sprengd út af því.“ Að mati Birg­is er mál­inu hins veg­ar lokið með mjög skýr­um hætti með áliti umboðsmanns Alþing­is.

Hann tel­ur því al­gjör­lega óþarft fyr­ir nefnd­ina að ráðast í sína eig­in rann­sókn á embætt­is­færsl­um ráðherr­anna. „Ég held að í ljósi þess sem umboðsmaður sagði hér, sé ekki mikið til­efni fyr­ir þessa nefnd til þess að leggj­ast í ein­hverja rann­sókn, eins og menn hafa verið að tala um. Mér finnst hlut­irn­ir vera orðnir býsna skýr­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert