Ekki tilefni til athugunar á embættisfærslum

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar …
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. mbl.is/Eggert

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðsmaður Alþing­is, tel­ur ekki til­efni til þess að embætti hans taki embætt­is­færsl­ur ráðherra í tengsl­um við að Sig­ríður And­er­sen dóms­málaráðherra tjáði Bjarna Bene­diks­syni for­sæt­is­ráðherra að faðir hans hefði skrifað und­ir meðmæli fyr­ir dæmd­an barn­aníðing þegar hann sótti um upp­reist æru, til at­hug­un­ar að eig­in frum­kvæði.

Tryggvi kom á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í morg­un til að ræða um upp­reist æru, þær regl­ur sem gilda, fram­kvæmd­ina og hvaða álita­mál kunni að vera uppi. Hann gerði nefnd­inni grein fyr­ir af­stöðu sinni. „Ég gerði grein fyr­ir því að eft­ir þá at­hug­un sem ég hef gert á því sem fyr­ir ligg­ur þá hef ég ekki talið til­efni til þess,“ sagði Tryggvi eft­ir fund­inn.

Þing­menn annarra flokka en Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa talað um trúnaðarbrest af hálfu ráðherra í tengsl­um við um­rætt mál, og var það meðal ann­ars ástæðan fyr­ir því að Björt framtíð ákvað að slíta stjórn­ar­sam­starfi í viku síðan.

Tryggvi seg­ist hafa farið yfir regl­ur um trúnað með nefnd­inni. „Ég hef farið yfir þær regl­ur sem gilda um trúnað í þess­um mál­um með nefnd­inni og út­skýrt þær, hvernig þær horfa við mér. Ég held að það sé rétt að leyfa nefnd­inni að fjalla um það.“

Kann að vera til­efni til að taka mál fyr­ir að nýju

Á fund­in­um gerði Tryggvi einnig grein fyr­ir af­stöðu sinni til at­hug­un­ar á fram­kvæmd upp­reist æru, en hann tel­ur ekki þörf á henni fyrst fram­kvæmda­valdið hef­ur vilja til lag­færa ákveðna van­kanta sem á henni kunna að vera. En í dóms­málaráðuneyt­inu er þegar haf­in vinna við breyt­ing­ar á lög­um er varða upp­reist æru og óflekkað mann­orð og stefnt er að því að ekki verði leng­ur í boði að fá upp­reist æru.

„Það hef­ur alltaf verið mín afstaða að á meðan fram­kvæmda­valdið vill end­ur­skoða hlut­ina og færa þá til betri veg­ar, þá verði að bíða og sjá hvað kem­ur út úr þeirri vinnu. Þegar sú niðurstaða ligg­ur fyr­ir þá kann að vera til­efni til að taka mál fyr­ir að nýju. Fram­kvæmda­valdið er þannig að þar eru sér­fræðing­arn­ir til að vinna úr þessu, taka við ábend­ing­um, bæði þings og þjóðar, og að mín­um dómi er rétt að bíða,“ sagði Tryggvi að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert