Þarf að láta kjósa sig inn á hvern fund

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Theódóra Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, frétti af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum og óskaði eftir áheyrnaraðild á þann fund. Hún þurfti að bíða fyrir utan fundarherbergið með blaðamönnum á meðan fundurinn greiddi atkvæði um hvort hún fengi að sitja fundinn, sem var samþykkt. 

„Ég þarf hins vegar að láta kjósa mig inn í hvert sinn. Nú hef ég látið nefndarritara vita um áhuga okkar í BF á að sitja þessa fundi (ef þeir verða fleiri) og ósk um fundarboð svo hann fari ekki fram hjá okkur eins og þessi mikilvægi fundur með umboðsmanni,“ segir Theódóra í færslu á Facebook. 

Frétt mbl.is: Björt framtíð mætti ekki á fund með umboðsmanni

Stærsta mál næstu rík­is­stjórn­ar

Á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar með Sig­ríði And­er­sen dóms­málaráðherra í gær lýsti Theó­dóra Þor­steins­dótt­ir af­stöðu Bjartr­ar framtíðar vegna máls­ins í lok fund­ar. „Það er búið að ræða þetta mál hér fram og til baka og líka úti í þjóðfé­lag­inu, ég er eig­in­lega miður mín yfir viðbrögðunum. Það eru mjög ólík viðmið milli manna og miðað við þann laps­us í fram­kvæmd eins og ráðherra orðaði hér og vél­rænu af­greiðslu sem ráðherra lýs­ir í fram­kvæmd og lög­um þá er það mín skoðun að það verði stærsta verk­efni nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, hver sem hún verður, að fara í meiri hátt­ar út­tekt á ís­lenskri stjórn­sýslu,“ sagði Theó­dóra í lok fund­ar­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert