Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

Óttarr Proppé.
Óttarr Proppé. mbl.is/Eggert

Frum­varp dóms­málaráðherra um af­nám á upp­reist æru var kynnt á fundi formanna flokk­anna með for­seta Alþing­is í dag.

„Það frum­varp er í sjálfu sér mjög ein­falt og er í takt við það sem hef­ur verið boðað í sum­ar og ég held að all­ir flokk­ar og flest­ir þing­menn hafi verið sam­mála um, þ.e.a.s. að leggja af regl­ur um að veita upp­reist æru,“ sagði Ótt­arr Proppé heil­brigðisráðherra að lokn­um fund­in­um.

„En það er í sjálfu sér hálf leið því það er ekki tekið til­lit til þess víða ann­ars staðar í lög­um. Það hef­ur verið talað um bandorm til þess að skýra það í öðrum lög­um hvernig borg­ara­leg rétt­indi eru áunn­in aft­ur. Það er skilið eft­ir en þetta í grunn­inn að leggja af regl­ur um upp­reist æru, það er mál sem er til­tölu­lega auðvelt fyr­ir alla að vera sam­mála um,“ bætti hann við.

Frá upphafi fundarins.
Frá upp­hafi fund­ar­ins. mbl.is/​Eggert

Meiri dýpt en áður

Næsti fund­ur formann­anna hef­ur verið boðaður á mánu­dag­inn næsta. Spurður út í hvernig fund­ur­inn gekk sagði Ótt­arr: „Við erum í aðeins meiri dýpt. Það var ákveðið að fara aðeins með mál­in aft­ur inn í þing­flokk­ana. Þing­flokk­arn­ir eru komn­ir dá­lítið út og suður bæði vegna yf­ir­vof­andi kosn­inga og kjör­dæm­isþinga en við ætl­um að heyra hljóðið í okk­ar þing­mönn­um um helg­ina og ger­um ráð fyr­ir því að hitt­ast aft­ur á mánu­dag­inn,“ sagði hann og tók fram að eng­um mál­um hefði verið lokað á fund­in­um í dag.

„Þetta eru sömu mál og við erum búin að ræða á öll­um þess­um fund­um. Það eru atriði þar sem menn eru að nálg­ast og önn­ur þar sem menn eru ekki að nálg­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert