Börn fái nauðsynlega vernd

Logi Einarsson í Alþingishúsinu í dag.
Logi Einarsson í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Eggert

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að lokn­um fundi formanna flokk­anna með for­seta Alþing­is að umræður um breytt út­lend­inga­lög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breyt­ing­arn­ar tryggðu börn­um full­nægj­andi rétt­indi.

„En við náum hugs­an­lega lend­ingu um af­greiðslu sem trygg­ir börn­um sem eru hér á landi, þess­um tveim­ur sem mikið hef­ur verið rætt um og öðrum sem eru í svipaðri stöðu nauðsyn­lega vernd,“ sagði Logi og vonaðist til að þeim yrði ekki vísað úr landi.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jak­obs­dótt­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Eng­um dyr­um verið lokað“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, sagði flokk­inn sömu­leiðis leggja mikla áherslu á breyt­ingu á út­lend­inga­lög­un­um.

Hún sagði að fund­in­um lokn­um að sam­eig­in­leg niðurstaða væri ekki kom­in um hvort og þá hvernig þing­haldið ætti að vera.

„Það hef­ur eng­um dyr­um verið lokað og ég vænti þess að við fund­um aft­ur eft­ir helgi,“ sagði hún.  „Ef það á að nást sam­komu­lag þá hanga öll þessi mál sam­an.“

Spurð út í frum­varp dóms­málaráðherra um upp­reist æru sagði hún að það virt­ist við fyrstu sýn í takt við það sem all­ir flokk­ar hafa verið að ræða. „Það ligg­ur fyr­ir að það tek­ur á hluta máls­ins en það er heil­mikið verk óunnið til að ljúka þeirri vinnu.“

Enn að tala sam­an

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, for­seti Alþing­is, sagði að fund­in­um  lokn­um: „Menn eru ennþá að tala sam­an og eðli­legt að menn vilji tala við sína þing­flokka og við erum stödd þar,“ sagði hún.

„Mér heyr­ist flest­ir vera á því að reyna að klára til þraut­ar að tala sam­an,“ bætti hún við og vildi ekk­ert segja til um hvort þingi mundi ljúka í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert