Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

204 íslenskar konur höfðuðu mál gegn eftirlitsaðila með framleiðslu PIP …
204 íslenskar konur höfðuðu mál gegn eftirlitsaðila með framleiðslu PIP brjóstapúða í Frakklandi. AFP

Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. RÚV greinir frá.

Franskur undirréttur dæmdi konunum bæturnar í janúar en málinu er ekki lokið og þar af leiðandi óvíst um endanlega bótafjárhæð.

Frétt mbl.is: Höfða mál vegna lekra PIP-púða

Rúm sex ár eru liðin frá því að PIP-brjóstapúðamálið komst í hámæli þegar í ljós kom að franska fyr­ir­tækið Poly Implant Prot­hé­se hafði notað svo­kallað iðnaðarsíli­kon í brjósta­fyll­ing­ar sem það fram­leiddi. Um 440 ís­lensk­ar kon­ur fengu ígrædd­ar PIP-brjósta­fyll­ing­ar. Af þeim höfðuðu 204 mál á hend­ur TÜV Rhein­land sem sá um eft­ir­lit með fram­leiðslunni í Frakklandi.

Frétt mbl.is: PIP-púðamál ís­lenskra kvenna tekið fyr­ir í sum­ar

Lögmaður hópsins, Saga Ýrr Jónsdóttir, var gestur Kastljóss í gær en þar kom fram að eftirlitsfyrirtækið skuli greiða bæturnar auk þess sem fyrirtækið var dæmt skaðabótaskylt. Fyrirtækið áfrýjaði niðurstöðunni strax en hún var staðfest í gær og bárust fyrstu greiðslurnar því í dag. Að sögn Sögu er endanlegrar niðurstöðu í málunum ekki að vænta fyrr en eftir tvö ár.

Frétt mbl.is: 204 ís­lensk­ar kon­ur aðilar að mál­sókn

Í nokkrum tilfellum fóru íslenskar konur mjög illa út úr leku PIP-brjóstapúðunum að sögn Sögu en þær voru í einhverjum tilfellum komnar með sílikon víðsvegar um líkamann vegna púðanna og orðnar óvinnufærar. 

Frétt mbl.is Fjögurra ára fang­elsi fyr­ir PIP-púðana

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert