Mál Öldu enn til rannsóknar

Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Gunnar Scheving Thorsteinsson.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir. Gunnar Scheving Thorsteinsson. Samsett mynd

Rannsókn vegna kæru Gunnars Scheving Thorsteinsson á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir stendur enn yfir. Að sögn setts héraðssaksóknara í málinu er vonast til að niðurstaða liggi fyrir fljótlega en reynt verður að hraða málinu eins og hægt er. Rannsóknin er enn vel innan settra tímaramma. 

Frétt mbl.is: Málið aftur komið á byrjunarreit

Settum héraðssaksóknara, Lúðvík Bergsveinssyni, var í úrskurði setts ríkissaksóknara falið að endurtaka rannsókn málsins eftir að settur héraðssaksóknari hafði fellt málið niður en hann var talin vanhæfur til að fella málið niður sökum vanhæfis aðstoðarmanns héraðssaksóknarans sem hafði tjáð sig um málið á Facebook. 

Verjandi Öldu Hrannar fékk í mars afhent afrit af gögnum málsins í kjölfar þess að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum var rakið hvernig beiðni verjanda Öldu um afrit af gögnunum var hafnað með vísan til rannsóknarhagsmuna í desember en skömmu síðar var málið fellt niður þar sem það sem fram var komið þótti ekki líklegt til sakfellingar. 

Frétt mbl.is Alda Hrönn fær af­rit af máls­gögn­um

Upphaf málsins má rekja til þess að lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinssons og tveir aðrir voru handteknir í LÖKE-málinu svokallaða. Var Gunn­ar sakaður um upp­flett­ing­ar í innra kerfi lög­regl­unn­ar á ár­un­um 2007 til 2013 og deilt nöfn­um kvenna úr kerf­inu, en fallið var frá þeirri ákæru. Sam­hliða því var fallið frá mál­inu á hend­ur tví­menn­ing­un­um. Gunn­ar var aft­ur á móti fund­inn sek­ur í Hæsta­rétt fyr­ir að hafa greint vini sín­um frá því á Face­book að hann hafi verið skallaður af ung­um dreng við skyldu­störf. Þó tók dóm­ur­inn fram að brotið væri ekki stór­fellt.

Gunnar og annar þeirra sem hafði verið handtekinn ákærðu Öldu fyrir rangar sakagiftir og brot í starfi en hún var meðal annars sökuð um brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðandi aðdróttanir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka