Í varðhald í fjórar vikur

Frá aðgerðum lögreglu við Hagamel á fimmtudag.
Frá aðgerðum lögreglu við Hagamel á fimmtudag. mbl.is/Golli

Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið konunni Sanitu Braune að bana á Hagamel 21. september, var framlengt um fjórar vikur í dag. Varðhaldið gildir til 27. október. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þessa kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi í dag.

Að þessu sinni var farið fram á varðhald á grundvelli almannahagsmuna en ekki rannsóknarhagsmuna. Maðurinn verður því ekki í einangrun. „Við töldum ekki grun um að hann gæti haft áhrif á rannsókn málsins lengur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrú hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn málsins. 

Maðurinn var yfirheyrður í gær. Sú yfirheyrsla gekk vel og hefur hann verið samvinnufús en ekkert nýtt kom fram í þeirri yfirheyrslu, að sögn Einars. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær hann verður næst yfirheyrður og ólíklegt að það verði gert um helgina. 

At­b­urðarás­in ligg­ur fyr­ir að mestu leyti en ekki hefur fengist upp gefið hvort maður­inn hafi játað. Vopni eða áhaldi var beitt við árás­ina en ekki liggur fyrir hvert áhaldið var. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert