Bílaumferð bönnuð yfir Steinavötn

Brúnni yfir Steinavötn hefur verið lokað.
Brúnni yfir Steinavötn hefur verið lokað. Ljósm/Sigrún Sigurgeirsdóttir

Umferð fólksbíla yfir brúna á Steinavötnum verður ekki leyfð eftir athugun á brúnni. Umferð gangandi vegfarenda hefur verið heimiluð frá og með deginum í dag, mánudeginum 2. október. Brúin er svo illa farin að byggja þarf nýja brú. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru þegar byrjaðir að vinna að því að koma upp bráðabirgðabrú. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni

Vegur 966 í Breiðdal er í sundur vegna vatnsskemmda, alveg innst í dalnum. Vegfarendum er bent á að hálendisvegir á Suðurlandi eru víða ófærir. Þetta kemur einnig fram í tilkynningu. 

Efni til brúargerðar yfir Steinavötn er komið á staðinn.
Efni til brúargerðar yfir Steinavötn er komið á staðinn. Ljósmynd/Sveinn Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert