„Hef frá miklu að segja“

Stefán Karl í hlutverki sínu sem Glanni glæpur árið 2004.
Stefán Karl í hlutverki sínu sem Glanni glæpur árið 2004. mbl.is/Heiddi

Stefán Karl Stefánsson leikari vinnur um þessar mundir að bók í samstarfi við Mark Valenti, sem var aðalhandritahöfundur sjónvarpsþáttanna um Latabæ.

„Bókin mun fókusera á þátttöku mína í annars vegar Latabæ og hins vegar leikritinu Tröllið sem stal jólunum,“ segir Stefán Karl sem á árunum 2004 til 2014 bjó og starfaði í Bandaríkjunum þar sem hann gerði garðinn frægan sem Glanni glæpur og Trölli.

„Meirihluta starfsævinnar hef ég búið erlendis og helgað líf mitt þessum tveimur hlutverkum. Þetta eru svo stórir karakterar og viðamiklar uppfærslur að það hefur verið fullt starf að sinna þeim,“ segir Stefán Karl og rifjar upp að hann hafi leikið Trölla um 600 sinnum út um öll Bandaríkin fyrir um tvær milljónir áhorfenda. „Ég hef því frá miklu að segja þar,“ segir Stefán Karl í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert