Skjálftahrina við Grímsey

Grímsey.
Grímsey. mbl.is/mats

Skjálftahrina við Grímsey hófst um tvöleytið í dag og stendur enn yfir. Stærsti skjálftinn mældist 3,9 að stærð um klukkan hálffimm í dag. Á milli 20 og 30 skjálftar hafa verið á svæðinu á þessum þremur klukkustundum. 

„Þetta eru flekahreyfingar,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar. Hún segir erfitt að segja til um hvort búast megi við fleiri skjálftum af þessari stærðargráðu á svæðinu. 

Árið 2011 mældist síðast skjálfti yfir 3 að stærð nálægt Grímsey sem fannst greinilega á eyjunni. Hins vegar hafa fleiri stærri skjálftar verið á Grímseyjarbeltinu á síðustu árum. 

Spurð hvort kvika sé undir flekunum og líkur á gosi á svæðinu, segir Bryndís að sérfræðingum sé ekki kunnugt um það.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert