Fær 760 þúsund fyrir sigur Íslands

Frá leik Tyrklands og Íslands í kvöld.
Frá leik Tyrklands og Íslands í kvöld. AFP

Fimm getspakir Íslendingar sem tippuðu á 0:3 sigur Íslands gegn Tyrklandi á Lengjunni skipta á milli sín 1,7 milljóna króna vinningi. Sá sem fær hæstu upphæðina fær 760 þúsund krónur í sinn hlut.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskum getraunum.

Þar kemur fram að Íslenskar getraunir hafi metið Tyrki sigurstranglegri á heimavelli sínum, sem hingað til hefur talist afar sterkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka