„Á meðan það er ekki mikill snjór og mikill klaki þá höfum við mætt einu sinni í viku,“ segir Sigurlaug Sigurðardóttir pétanque spilari. Hún er í félagsskap sem iðkar íþróttina af töluverðu kappi og mbl.is fékk að fylgjast með leik á dögunum.
Nýlega var settur upp pétanque völlur í Gufunesi en það var niðurstaðan úr íbúakosningum í hverfinu. Sigurlaug útskýrði fyrir okkur þennan leik sem hefur til þessa verið tiltölulega lítið iðkaður hér á landi til þessa.