Láta aftur reyna hæfi dómara

Stím-málið hefur dregist á langinn. Hér má sjá mynd úr …
Stím-málið hefur dregist á langinn. Hér má sjá mynd úr réttarhöldum málsins árið 2015. Eggert Jóhannesson

Fyrirtaka í Stím-málinu svokallaða fór fram að nýju í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Hæstiréttur hafnaði því nýverið að Símon Sigvaldason dómari viki sæti. Dómurinn ógilti hins vegar fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu þegar í ljós kom að Sigríður Hjaltested hafði brostið hæfi til að dæma í málinu.

Í desember 2015 voru þrír sakborningar dæmdir í 18 mánaða til 5 ára fangelsi. Málið tengist 20 milljarða króna láni Glitnis til Stím, til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group, fyrir hrun. FL var á þeim tíma stærsti hlutahafi Glitnis.

Í réttarhaldinu kom fram að nýir meðdómendur verði kvaddir í dóminn í næstu viku, þegar enn önnur fyrirtaka fer fram. Verjandi Lárusar Welding boðaði að látið yrði reyna á hæfi Hrefnu Sigríðar Briem, sem var sérfróður meðdómari með Símoni í fyrra skiptið sem málið var tekið fyrir. Þess verði krafist að hún muni víkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert