Láta aftur reyna hæfi dómara

Stím-málið hefur dregist á langinn. Hér má sjá mynd úr …
Stím-málið hefur dregist á langinn. Hér má sjá mynd úr réttarhöldum málsins árið 2015. Eggert Jóhannesson

Fyr­ir­taka í Stím-mál­inu svo­kallaða fór fram að nýju í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag en Hæstirétt­ur hafnaði því ný­verið að Sím­on Sig­valda­son dóm­ari viki sæti. Dóm­ur­inn ógilti hins veg­ar fyrri dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur í mál­inu þegar í ljós kom að Sig­ríður Hjaltested hafði brostið hæfi til að dæma í mál­inu.

Í des­em­ber 2015 voru þrír sak­born­ing­ar dæmd­ir í 18 mánaða til 5 ára fang­elsi. Málið teng­ist 20 millj­arða króna láni Glitn­is til Stím, til kaupa á hluta­bréf­um í Glitni og FL Group, fyr­ir hrun. FL var á þeim tíma stærsti hluta­hafi Glitn­is.

Í rétt­ar­hald­inu kom fram að nýir meðdóm­end­ur verði kvadd­ir í dóm­inn í næstu viku, þegar enn önn­ur fyr­ir­taka fer fram. Verj­andi Lárus­ar Weld­ing boðaði að látið yrði reyna á hæfi Hrefnu Sig­ríðar Briem, sem var sér­fróður meðdóm­ari með Sím­oni í fyrra skiptið sem málið var tekið fyr­ir. Þess verði kraf­ist að hún muni víkja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert