Logi Bergmann Eiðsson ráðinn til Árvakurs

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100.
Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður og Magnús E. Kristjánsson útvarpsstjóri K100. Ljósmynd/Gassi

Útvarps­stöðin K100, sem er í eigu Árvak­urs, út­gef­anda Morg­un­blaðsins og mbl.is, hef­ur náð samn­ing­um við Loga Berg­mann Eiðsson um dag­skrár­gerð á stöðinni, auk þess sem hann mun starfa á rit­stjórn Morg­un­blaðsins.

Logi Berg­mann er einn vin­sæl­asti fjöl­miðlamaður lands­ins, með ára­langa reynslu í frétta­vinnslu og fram­leiðslu dag­skrárefn­is fyr­ir bæði út­varp og sjón­varp.

Einnig er í und­ir­bún­ingi fram­leiðsla á inn­lendu sjón­varps­efni og dag­skrár­gerð með Loga Berg­manni, sem unn­in verður í sam­vinnu Árvak­urs og Sjón­varps Sím­ans.

Kom­inn heim

Logi Berg­mann hef­ur síðasta ára­tug verið einn helsti fréttaþulur lands­ins, fyrst á RÚV og síðan á Stöð 2, auk þess sem hann hef­ur í fjölda ára stjórnað vin­sæl­um sjón­varps- og út­varpsþátt­um. Logi Berg­mann hóf störf á Morg­un­blaðinu 1988 og því má segja að hann sé kom­inn aft­ur heim.

Ráðning Loga Berg­manns tek­ur gildi strax og hef­ur hann hafið störf.

Logi kveðst spennt­ur yfir því að hefja störf hjá þessu rót­gróna fjöl­miðlafyr­ir­tæki.

„Ég er mjög spennt­ur og hlakka til að tak­ast á við ný verk­efni og þróa mig áfram á nýj­um stað. Ég er sér­stak­lega spennt­ur yfir því að koma aft­ur heim. Það eru næst­um þrjá­tíu ár síðan ég hóf störf á blaðinu. Mogg­inn reynd­ist mér alltaf mjög vel. Mig lang­ar til að gera skemmti­legt og áhuga­vert efni. Ég mun gera það sama og ég hef gert í þrjá­tíu ár; að fjalla um fólk með fólki. Ég held að það verði mjög gam­an að gera það á þess­um stað.“

Logi Berg­mann hóf störf sem íþróttaf­réttamaður á Þjóðvilj­an­um fyr­ir rúm­um þrjá­tíu árum. Þaðan fór hann á Morg­un­blaðið árið 1988. Árið 1991 söðlaði hann um og hóf störf hjá RÚV sem íþróttaf­réttamaður.

„Árið 1993 byrjaði ég að vinna og lesa frétt­ir og gera alls kon­ar þætti. Ég las fyrsta frétta­tím­ann árið 1994. Svo fór ég yfir á Stöð 2 árið 2005 og er bú­inn að vera þar í rúm 12 ár. Þetta hef­ur verið feiki­lega skemmti­leg­ur tími á 365 og ég kveð fólk þar með söknuði. Þetta er hins veg­ar fínn tími fyr­ir mig til að prófa eitt­hvað nýtt,“ seg­ir Logi Berg­mann.

Liður í frek­ari sókn K100

Magnús E. Kristjáns­son, út­varps­stjóri K100 og fram­kvæmda­stjóri hjá Árvakri, seg­ir ráðningu Loga stórt skref í frek­ari upp­bygg­ingu á öfl­ugu ljósvaka­efni.

„Það er af­skap­lega spenn­andi fyr­ir K100 að fara að vinna með svona hæfi­leika­rík­um og reynslu­mikl­um fjöl­miðlamanni eins og Loga. Við fögn­um því að fá hann í okk­ar lið. Það eru spenn­andi tím­ar framund­an fyr­ir K100. Við erum að blása til sókn­ar. Við erum að stækka dreifi­kerfið á K100, þétta raðirn­ar og bæta dag­skrána,“ seg­ir Magnús.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert